Fara í efni

Greinasafn

Október 2008

BSRB OG KÆRKOMIN BLÓM

BSRB OG KÆRKOMIN BLÓM

Félagar mínir í BSRB minntu mig á það á nýafstöðnum Aðalfundi að tuttugu ár eru liðin frá því ég var kjörinn formaður bandalagsins.
VERULEIKAFIRRINGIN OG AFVÖTNUNIN

VERULEIKAFIRRINGIN OG AFVÖTNUNIN

Forsíðufréttin í Fréttablaðinu á sunnudag var í sjálfu sér ágæt. Þar segir að tekjur ríkisins af starfsemi stærstu bankanna í ár verði að öllum líkindum innan við 12 milljarðar en hafi numið nærri 37 milljörðum í fyrra.

OKKAR BESTU MENN ERU Á VAKTINNI

Fyrir þá sem hafa áhyggjur af ástandi þjóðmála þessa stundina er gott til þess að vita að okkar bestu menn standa vaktina á Alþingi.. Þar er unnið hörðum höndum að mikilvægum málum líðandi stundar og því óþarfi að hafa nokkrar áhyggjur.

VG OG SAMFYLKING SAMEINI KRAFTANA

Sæll og blessaður Ögmundur. Ég er sammála þér í mörgu sem þú skrifar og hef tekið eftir því að margt sem þú hefur bent á í gegnum tíðina hefur staðist.
KEÐJUHANDSAL GEGN SKATTBORGARANUM

KEÐJUHANDSAL GEGN SKATTBORGARANUM

Eitt mesta sjónarspilið sem fjárglæfrakapitalistarnir hafa verið látnir komast upp með er húsaleigukapallinn. Hann gengur út á það að pólitískir handlangarar á Alþingi og í sveitarstjórnum sjá til þess að opinberar stofnanir selja húsnæði sitt en leigja þess í stað hjá húseigendum sem hafa góðan arð upp úr vösum skattgreiðenda fyrir vikið.

MINNISMERKIÐ VIÐ HÖFNINA

Eftir hrunadans kapítalismans á Íslandi er spurning hvað á að gera við rústirnar hér á Reykjavíkursvæðinu þar sem snúningurinn um gullkálfinn var hvað hraðastur.

ÞARF AÐ SKIPTA UM STJÓRNVÖLD

Sæll Ögmundur !. Við fórum hjónin á útifundinn til að mótmæla ástandinu og því hvernig ráðamenn landsins eru búnir að klúðra fyrir okkur hlutunum.
ER ÞJÓÐIN TILBÚIN AÐ BORGA?

ER ÞJÓÐIN TILBÚIN AÐ BORGA?

Ég hlustaði á nokkra útvarps- og sjónvarpsþætti helgarinnar og fylgdist með flestum fréttatímum. Taugaveiklun er greinilega ríkjandi.

NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞÉR ÓLAFUR RAGNAR

"...ég hef skynjað það hér að menn eru fullir eftirvæntingar og finnst spennandi að sjá hvað íslensku fyrirtækin eru að gera því þeir sjá það líka sem fordæmi sem Danir geta fylgt sjálfir." Ólafur Rangar Grímsson, forseti Íslands, í Sjónvarpinu að loknum fundi með Hannesi Smárasyni og fleiri útrásarmönnum í Kaupmannahöfn í febrúar 2007.. . "Vöxturinn milli ára er nánast ótrúlegur, sérstaklega með tilliti til þess að árið 2006 var að mörgu leyti erfitt íslenskum bönkum eins og menn vita hér í Danmörku, vegna umræðu í öðrum löndum um íslenska bankakerfið.

ALÞJÓÐA-GJALDEYRISSJÓÐUR TIL ILLS!

Sæll Ögmundur.... Fín greinin þín "NÚ ÞARF AÐ HUGA AÐ ÍSLENSKUM ALMANNAHAG"!  Hún hlýtur að vekja marga til umhugsunar.