Fara í efni

Greinasafn

Október 2008

HÖFÐINGINN

Hann situr á stalli og dregur sér djásnin í vé. og daglega slátrar hann andlausu hyski,. hann lifir á smjaðri, fer illa með annarra fé. svo etur hann jafnan af nágrannans diski.

KVÓTAKERFIÐ Á DAGSKRÁ

Þetta er góð hugmynd varðandi kvótann og orð í tíma töluð. Við þurfum að nýta tækifærið sem verður í þessari uppstokkun og gera nauðsynlegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
DV

MÁL AÐ LINNI

Birtist í DV 08.10.08.. Í þann mund sem samþykkt var á Alþingi lagafrumvarp um yfirtöku ríkisins á tveimur bankastofnunum sem komnar voru í þrot og á góðri leið með að setja þjóðarbúið á hliðina, var dreift á borð þingmanna gömlum  „góðkunningja" þingsins.
HVERS VEGNA ER HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐ BERJAST GEGN ALMANNAÞJÓNUSTUNNI?

HVERS VEGNA ER HÁSKÓLI ÍSLANDS AÐ BERJAST GEGN ALMANNAÞJÓNUSTUNNI?

Enginn vafi leikur á því að þjóðinni finnist nóg komið af „útvistun" og einkavæðingu almannaþjónustunnar.

ENDURHEIMTUM KVÓTANN

Hárrétt ábending hjá þér Ögmundur varðandi kvótann. Auðvitað á að þjóðnýta hann eða eigum við að segja endurheimta hann.

DREGUR ÚR EFTIRSPURN NEMA Á RÚV

Ekki er það nú launungarmál að fjölmiðlar á Íslandi sem og annars staðar á Vesturlöndum voru gjörsamlega gagnrýnislausir á þann óhefta kapítalisma sem hér réði ríkjum fyrir það hrun sem við blasir núna.

HÖFUM VIÐ EFNI Á ÞVÍ AÐ KASTA KONUM TIL HLIÐAR?

Um leið og alvaran skall á landinu hurfu nær allar konur úr fjölmiðlum. Nú var þetta alvöru, svona fullorðins, og þá er tími alvöru pólitíkusa, akademíkera, álitsgjafa og viðskiptasérfræðinga.
KVÓTANN Í ÞJÓÐAREIGN TAFARLAUST

KVÓTANN Í ÞJÓÐAREIGN TAFARLAUST

Á mánudag var ríkisstjórninni veitt heimild til að taka yfir alla fjármálastarfsemi landsins til að forða þjóðinni frá gjaldþroti.

Á AÐ SVIPTA OKKUR ÆRUNNI?

Getur verið að Íslendingar ætli ekki að standa við lagalegar og siðferðilegar skuldbindingar gagnvart breskri alþýðu manna sem í góðri trú lagði peninga sína á sparireikninga Landsbankans í Bretlandi?  Ég vil minnka við mig næstu árin en glata ekki æru minni.

EIGNIR ÞJÓÐARINNAR

Þjóðin hefur á nýjan leik eignast Landsbankann og Glitni. Það er víst hálfvegis búið að banna fólki að ásaka þá óráðsíumenn sem keyrðu bankann í þrot með vafasömum fjárfestingum og margs háttar einkasukki, svo ekki skal farið út í það að sinni.