Fara í efni

BSRB OG KÆRKOMIN BLÓM


Félagar mínir í BSRB minntu mig á það á nýafstöðnum Aðalfundi að tuttugu ár eru liðin frá því ég var kjörinn formaður bandalagsins.  Þetta var í október árið 1988. Þá hafði ég verið félagi í BSRB í tíu ár eða allar götur frá því ég kom til starfa hjá Ríkisútvarpinu vorið 1978. Inn í stjórn BSRB kom ég á þingi bandalagsins í byrjun níunda áratugarins og einnig átti ég aðkomu að starfsemi BSRB sem formaður Starfsmannafélags Sjónvarps mestallan tíma sem ég var þar starfandi.  Þegar allt reiknast til hafa leiðir mínar og BSRB legið saman í þrjá áratugi. BSRB er því orðinn snar þáttur í minni tilveru. Þótti mér vænt um blómvönd sem félagar mínir og vinir færðu mér í tilefni af þessum tímamótum og góðum kveðjum sem fylgdu. Mér þykir vænt um BSRB og það fólk sem þar er að finna!
Sjá http://www.bsrb.is/malefni/adalfundur/nr/1402/