Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð, ritar um Sveitarfélagið Skagafjörð á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni Bara að oftar væri kosið.
Í dag fer fram í Reykjavík ráðstefna í nafni tímaritsins The Economist um orkulandið Ísland, sem býður upp á ódýra orku og skattafslátt til auðhringa sem vilja láta svo lítið að stinga niður fæti í boði ríkisstjórnar Íslands.
Komdu sæll Ögmundur. Þakka þér fyrir ágæta grein þína um stjórnmál í Skagafirði. Þú fagnar meintum sinnaskiptum sjálfstæðismanns í virkjunar- og stóriðjumálum og vitnar í því sambandi í skrif Páls Dagbjartssonar, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins á Skagafjarðarvefnum, skagafjörður.com.
Má reka Íslendinga úr vinnu og ráða útlendinga í staðinn? Því miður er þessi staða komin upp í dag á íslenskum vinnumarkaði?ValgerðurÞakka þér bréfið Valgerður.
Það er umhugsunarefni að fyrir kosningar er tónninn í stjórnmálamönnum oft annar en að kosningum afloknum. Það á ekki síst við um sjálfstæðismenn – líka í Skagafirði.
Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, og einn helsti talsmaður atvinnurekenda um árabil, hefur hafið upp raust sína til að vara við vaxandi verðbólgu.
Bé-listamenn í höfuðstaðnum (sem halda því reyndar þokkalega leyndu að þeir séu í framboði fyrir Framsóknarflokkinn) hafa tilkynnt þjóðinni að hún sé sátt við að hafa flugvöll á Lönguskerjum.