Fara í efni

VELFERÐARMÁL EN EKKI STEINSTEYPA

Mikið var hann glæsilegur fulltrúi ykkar Vinstri grænna, Huginn Þorsteinsson, í þættinum í Vikulokin á Rás 1 í morgun. Vænst þótti mér um skýra afstöðu hans í velferðarmálum. Það er alveg rétt hjá Hugin að alltof mikið er hugsað um steinsteypu og skipulagsmál í Reykjavík og ekki nægjanlega hugsað um félagslegt réttlæti. Við blasir vandi í velferðarkerfinu eins og við öllum þekkjum. Því er nauðsynlegt að huga að þeim málaflokkum eins og reyndar félag eldri borgara og Öryrkjabandalagið hafa bent á. Stjórnmálaflokkar þurfa að beina kastljósinu á þessa málaflokka og hvernig ríkisstjórnin hefur öngvan vegin sinnt þeim. Mikilvægt er, eins og Huginn benti á, að Vinstri grænir fái góða kosninga í vor til að tekið verði á velferðarmálum en ekki endalaust rætt um steinsteypu.
Bergþóra