Fara í efni

Greinasafn

Maí 2006

HVERS VEGNA ER ÞAGAÐ UM KÖNNUN MÚRSINS?

Hvernig stendur á því að  dagblöðin - hvorugt, því nú eru þau bara tvö sem er hryllilegt - og ljósvakamiðlarnir - sem eru undir nákvæmlega sömu valdaklíkunum og þessi tvö dagblöð sem eftir eru - birta ekki staf úr stórmerkri athugun Múrsins á aulýsingamagni i fjölmiðlum fyrir þessar kosningar? Það er greinilega hagsmunamál þeirra beggja að fela þennan veruleika.

HVERS VEGNA ÞEGIR MORGUNBLAÐIÐ? HVERS VEGNA ÞEGIR FRÉTTABLAÐIÐ...?

Fyrir fáeinum dögum vísaði ég hér á síðunni í afar athyglisverða könnun sem vefritið MÚRINN hefur gengist fyrir á auglýsingakostnaði stjórnmálaflokkanna fyrir komandi kosningar.
EFLUM VG

EFLUM VG

Í morgun birtist könnun Fréttablaðsins sem gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fengi rétt undir helming atkvæða í Reykjavík.

HAFA PENINGAMENN LÍTINN SKILNING Á PENINGUM?

Sæll Ögmundur. Mér finnst einkennilegt að jafnvel þeir sem hafa umfjöllun um peninga að atvinnu skuli botna jafnlítið í þeim: Trúlítill ritstjóri Jón G.

ÁGÆTUR DAGUR

Þakka þér ábendinguna Ögmundur minn varðandi fjarveru þeirra félaga Björns Inga og Dags B. Eggertssonar á fundi ungliða í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og SFR sem fram fór síðastliðið miðvikudagskvöld.

Vinstri græn í mikilli sókn

Kosningabarátta Vinstri grænna í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 27. maí hefur hvarvetna gengið vel. Skoðanakannanir sýna að flokkurinn er alls staðar í sókn og bætir verulega við sig fylgi og tvöfaldar það sums staðar frá kosningunum fyrir fjórum árum.

BJÖRN INGI SLAPPUR OG DAGUR AÐ KVELDI KOMINN

Ungliðahreyfingar SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar stóðu fyrir stórgóðri dagskrá í BSRB-húsinu í gærkvöldi.
LANDSPÍTALI VINNUR TIL VERÐLAUNA OG LÝSIR SÍÐAN YFIR NEYÐARÁSTANDI

LANDSPÍTALI VINNUR TIL VERÐLAUNA OG LÝSIR SÍÐAN YFIR NEYÐARÁSTANDI

Hvað á maður eiginlega að halda eftir að Landspítalinn Háskólasjúkrahús fær lof og prís frá ríkisstjórninni fyrir afburða góða frammistöðu einn daginn en fáeinum dögum síðar er lýst yfir neyðarástandi á sömu stofnun? Enn mátti heyra óminn af hástemmdum yfirlýsingum Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, þar sem hún lýsti því yfir að spítalinn hefði náð stórkostlegum árangri, átti vart orð til að lýsa hrifningu sinni yfir ráðdeildarsemi forsvarsmanna sjúkrahússins, þegar hún mætti að nýju í fjölmiðlana til að segja þjóðinni að sem betur fer væri til neyðaráætlun fyrir sjúkrahúsið og hafi nú verið gripið til hennar! Reksturinn væri með öðrum orðum kominn í slíkar ógöngur að grípa þyrfti til neyðarúrræða.Ekki ætla ég að gera lítið úr árangri stjórnenda sjúkrahússins í bókhaldskúnstum og hagræðingu við erfiðar aðstæður.
GOTT FRAMTAK HJÁ MÚRNUM

GOTT FRAMTAK HJÁ MÚRNUM

Undir það skal tekið með vefritinu Múrnum að á meðan leynd hvílir yfir sjóðum stjórnmálaflokka er líka hægt að hafa áhyggjur af samskiptum peningamanna og stjórnmálamanna.Múrinn hefur látið fyrirtækið Auglýsingamiðlun taka saman tölur um áætlaða eyðslu stjórnmálaflokka vegna komandi kosninga til sveitarstjórna.  Í þessari áætlun er ekki að finna mat á kostnaði við gerð bæklinga og auglýsinga, leigu á jeppum, flettiskiltum, né neinum þeim varningi sem framboðin bjóða upp á.

BJÖRT FRAMTÍÐ AÐ HÆTTI FRAMSÓKNAR

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð, ritar um Sveitarfélagið Skagafjörð á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni Bara að oftar væri kosið.