Fara í efni

Er bókhaldið suður í Borgarfirði?

Í orði hafa fulltrúar Samfylkingarinnar barist fyrir því þjóðþrifamáli að stjórnmálaflokkarnir opni bókhald sitt þannig að greina megi meint hagsmunatengsl milli fyrirtækja og flokka og treysta með því lýðræðislegt vald almennra kjósenda.

Spennandi dagar

Ríkisstjjórnarmeirihlutinn hyggst setja lög sem takmarkar samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þessu hefði undirritaður satt að segja ekki trúað fyrir fáum mánuðum.

Davíð dómarinn

Sæll Ögmundur, aðeins örfá orð um Davíð og Halldór.Ábyrgðarmaður fjölmiðlaskýrslunnar er nýskipaður dómari og fulltrúi íslenskrar lögfræði í útlöndum.

Mikilvæg umræða um fjölmiðlafrumvarp

Í þjóðfélaginu hefur kviknað mikil umræða um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ég tel mjög mikilvægt að þessi umræða fái að dafna og þróast en verði ekki kæfð niður með því að keyra frumvarpið í gegnum þingið með offorsi.

Prestar gegn stríði og misskiptingu

Séra Gunnþór Ingason, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju segir það hlutverk kirkjunnar að láta frá sér heyra um brennandi mál samtímans.

1. maí á Höfn: Með lýðræði gegn skrifræði

Fyrir fimmtíu árum eða þar um bil, var lífið - og þar með verkalýðsbaráttan - á marga lund einfaldara. Ekki aðveldara, heldur einfaldara.

Litið við á Kúbu

Ég fór til Kúbu fyrir skömmu sem ekki er í frásögur færandi.  Það hefur fjöldi íslendinga farið þangað á undanförnum árum.  Kúba hefur sérstöðu í hugum fólks, þessi eyja sem lenti í því að verða bitbein stórveldanna.  Í hugum margra er Kúpa líka einskonar forngripasafn þar sem tíminn standi í stað og margir vilja koma þangað meðan Kastró er enn á lífi því við fráfall hans muni allt breytast.

Mikill er máttur tilviljana

Lengi var ég á þeirri skoðun að tilviljanir hefðu lítið gildi sem skýringartæki. Ég afneitaði þeim að mestu og vildi alltaf finna aðrar ástæður fyrir hinum ýmsu atburðum.

Það vantar reglur um tafir á beinum útsendingum og dreifingu dagblaða!

Ég lýsi eins og venjulega yfir fullum stuðningi við allt sem kemur úr smiðju Davíðs Oddssonar og tel eins og hann mikilvægt að koma böndum á rísandi auðvald í okkar ágæta landi.

Fráleitt að afgreiða fjölmiðlafrumvarp í vor!

Komið hefur á daginn að tillaga VG um úttekt á fjölmiðlaheiminum, eignatengslum og yfirráðum, hefur reynst mjög þarfleg.