
ÍSLENSKA LEIÐIN Í VÍMUEFNAVÖRNUM
27.03.2021
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 27/28.03.21. Ég er ekki bindindismaður. Stundum hef ég meira að segja verið óþægilega langt frá því. Þess vegna er það svolítið sérstakt að bindindishreyfingin, IOGT, skuli hafa farið þess á leit við mig nú nýlega að stýra ráðstefnu um vímuefnavarnir, hver skuli vera íslenska leiðin. Var þá til samanburðar það sem kallað hefur verið portúgalska leiðin ...