Fara í efni

DRAUMUR EÐA MARTRÖÐ?

Eru allir búnir að gleyma að heilbrigðisráðherra vildi opna spilavíti í Öskjuhlíð? ... Heimir Guðjónson

HVAÐ RÆÐUR MESTU UM HEGÐUN NOTENDA Á RAFORKUMARKAÐI?

Ef reynt er að lesa í vilja íslenskra kjósenda að loknum kosningum til Alþingis virðist sem talsverður hluti þeirra sé ekki mjög óánægður með yfirstandandi braskvæðingu raforkumálanna. Líklegt er að sú afstaða haldist óbreytt þangað til notendur sjá áhrifin með vaxandi þunga á rafmagnsreikningum sínum. Þegar breytingarnar skila sér í buddu notenda,  með gríðarlegum hækkunum , kann að verða breyting á. En það gildir hér, eins og víða annars staðar, að best er að bregðast við í tíma, ekki bíða þar til allt er komið í óefni. Það stefnir nefnilega í  ...

ÁRIÐ ER LIÐIÐ

Tvö þúsund tuttugu og eitt tók hræðilegan enda Því hér var helst engu breytt á hægristjórn vil benda Um áramót er aukin spenna öll verðum hennar vör Hverjir vilja og hverjir nenna að verða lady eða sör. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

VEGAMÓT - DAGHEIMILI BARNA OG ELDRI BORGARA

Börnin hópast brátt á þing Barnaskap má kalla Börnin koma engu um kring Börnin kunna það varla. Börnin hér hópast inná þing Þar hraða fjölgun kenni Píratar komu þessu um kring en Inga með gamalmenni. Höf. Pétur Hraunfjörð.

HVÍ ER ÞAGAÐ UM WIKILEAKS Á ALÞINGI?

Kann einhver skýringu á því að alþingismenn skuli þegja þunnu hljóði um fangelsun stofnanda Wikileaks og ofbeldið í hans garð? Allt á þetta svo að heita að tekist sé á um málið fyrir dómstólum þótt staðreyndin sé augljóslega sú að þetta snýst bara um pólitík og ofbeldi eins og þú bendir réttilega  á í bréfi þínu til breska sendiherrans Ögmundur. Eistaklingur er ofsáttur fyrir að upplýsa um stríðsglæpi og stjórnvöldin í heiminum láta gott heita. Þar á meðal ríkisstjórn Íslands og svo Alþingi eins og það leggur sig. Jóhannes Gr. Jónsson

GLEÐILEG JÓL ALLIR LANDSMENN

Við erum oft hér ein á jólum einmana á helgri stund hvort um annað hringsólum með hugulsama lund allt svo fallegt allt er hljótt alstaðar gleði og friður fram undan friðsæl jólanótt og fallegur klukkna niður. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
MIKIL VIÐBRÖGÐ VÍÐA AÐ TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE

MIKIL VIÐBRÖGÐ VÍÐA AÐ TIL STUÐNINGS JULIAN ASSANGE

Fréttir af mótmælum við breska sendiráðið 21.,22, og 23. desember sl. gegn framsali Julian Assange, stofnanda fréttaveitunnar Wikileaks, til Bandaríkjanna hafa vakið mikla athygli. Þessi mótmæli falla sem mósaík inn í mótmælaöldu víða um heim og hafa fréttir af þeim ratað víða. Viðvera Kristins Hrafnssonar, núverandi aðalritstjóra Wikileaks, við mótmælastöðuna léðu henni aukið vægi. Bar hann fundinum sérstaka kveðju Julian Assange en bréfið til sendiherra Bretlands á Íslandi hafði verið lesið fyrir hann.  Fréttablaðið og Morgunblaðið gerðu mótmælastöðunni góð skil og Stöð 2 var með ítarlega fréttaskýringu. Á vefsíðu Ríkisútvarpsins var einnig fjallað ítarlega um málið ...

NÚ KOMA JÓLIN OG HANGIKJETIÐ

Já líður brátt að jólum ég tæplega beðið get í fríi frá tækni og tólum að borða hangikét. Bankann færðum Björgólfs feðgum bættum þeirra efnahag þeir sannleikanum ei halda helgum heiminn því eiga í dag. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
ÞRENGT AÐ FRELSINU

ÞRENGT AÐ FRELSINU

Birtist í Fréttablaðinu 21.12.21. ... Við lásum fréttir af leynilegum alþjóðasamningum um markaðsvæðingu almannaþjónustunnar. Áfram mætti telja upplýsingar sem valdahafar heimsins vildu að leynt færu en voru settar fram í dagsljósið. Gerandinn var Wikileaks sem lengi vel starfaði undir forystu Julian Assange.  Hann átti ríkan þátt í að afhjúpa stríðsglæpi, pyntingar og siðleysi í alþjóðasamningum. Að uppistöðu til eru ekki véfengdar þær upplýsingar sem Wikileaks færði fram í dagsljósið. Aðeins hitt er gagnrýnt  ...
AFTUR Á MIÐVIKUDAG

AFTUR Á MIÐVIKUDAG

...  Við vitum hins vegar sannleikann. Refsa á Julian Assange fyrir að upplýsa um stríðsglæpi, pyntingar og siðlausa alþjóðasamninga sem áttu að fara leynt; samninga sem gengu út á að markaðsvæða almannaþjónustu samfélaganna. Þetta mátti almeningur hins vegar ekki vita um. Reyndin varð önnur, þökk sé Wikileaks.  Nú verðum við, almenningur í heiminum, að standa okkar pligt og verja fralsið og mannréttindin. Mótmælastaðan við sendiráð Breta þessa dagana gengur út á það.  Sem sagt, 12:00  til 12:30 við breska sendiráðið við Laufásveg, miðvikudaginn 22. desember ....