
MÆLI MEÐ NEISTUM!
02.02.2022
Ég ætla að leyfa mér að mæla með vefmiðlinum neistar.is. Þar eru birtar greinar sem eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar og sérstaklega vel unnar. Ekki nóg með það heldur eru þær gagnrýnar, ganga ekki erinda eins eða neins og oftar en ekki er siglt upp í móti meginstraumi fjölmiðlunar sem því miður er oft á tíðum - óþægilega oft - hlutdræg í þágu auðvalds, innlends og alþjóðlegs. Á meðal höfunda á Neistum eru þeir Þórarinn Hjartarson og Jón Karl Stefánsson sem báðir birta öðru hvoru greinar hér á síðunni í ...