Fara í efni

BÓLUSETNINGARSKYLDA OG LÖGREGLURÍKI

Um allan heim eru átök og spenna sem virðast vaxa með hverjum deginum. Opinbert tilefni átakanna nú er deilan um mismunun óbólusettra með lögum, lögum sem innleidd hafa verið í ýmsum löndum, og skref verið tekin í þá átt í næstu nágrannalöndum okkar (Noregi, Svíþjóð). Þar er um að ræða  innanríkisvegabréf, víða nefnt «grænn passi» eða „kórónupassi“, bólusetningarskilríki sem sett eru sem skilyrði fyrir borgaralegum réttindum. Við nánari athugun sést að deilan snýst um nokkrar meginreglur réttarríkis, og um lýðræðið.  Á Íslandi hefur sóttvarnarlæknir fengið að ...
ALLT Á NIÐURSETTU VERÐI

ALLT Á NIÐURSETTU VERÐI

Merkilegt hvað heimurinn er mikil hópsál. Það er að segja ef enginn spyrnir á móti og leyfir sér þann munað að halda í smá dómgreind. Lætur ekki berast með straumnum í hugsunarleysi eða fylgispekt. Þetta á jafnt við á markaðstorginu sem í stjórnmálum ... En það fer vel á því að mynda nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar framboðs á þessari helgi þar sem allt er á niðursettum prís.

Á BLEIKU SKÝI

Ný stjórn Katrínar Jakobsdóttir hefur nú tekið við á Bessastöðum.  Áður var stjórnarsáttmálinn kynntur í bleiku bandi.  Gerðar verða breytingar á Stjórnarráðinu þar sem málaflokkum er sundrað en öðrum steypt saman á ákaflega sérviskulegan hátt. Duttlungar og stundarhagsmunir nokkurra einstaklinga látnir ráða. Virðingarleysi fyrir því fólki sem skákað er til eru engin takmörk sett.  Forsætisráðherra hefur valið að halda stefnuræðu sína á fullveldisdaginn 1. desember 2021.  Þar mun hún kynna ... Bjarni

STÓLLINN TRYGGÐUR

Eftir hægar hríðir komst á koppinn Katrín og stjórnin fyrir horn sloppin stóllinn tryggður grunnur byggður að frjálshyggjustjórn sem er orpin. Hún virðist nú ekki einkar hlý enda var hún á felgunum Þó ríkisstjórnin hér þykist ný er gamalt sull á belgjunum. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

RÍKISSTJÓRNIN OG KVÓTAKERFIÐ

Hún gerir ríka ríkari raunverulega jú og spillta líka spilltari speki mín er sú. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
HVORT EIGA KERFI EÐA MENN AÐ STJÓRNA?

HVORT EIGA KERFI EÐA MENN AÐ STJÓRNA?

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 20/21.11.2021. Einhverjum kann að finnast spurningin byggja á ranghugsun. Kerfi verði ekki til af sjálfsdáðum. Kerfi og stýrimódel séu mannanna verk. Þess vegna séu það alltaf á endanum menn sem stjórni. Nokkuð er til í þessu nema hvað stýrimódelin geta hæglega tekið völdin, náð yfirhöndinni. Og það sem meira er, ekki er það alltaf harmað. Það er erfitt að reka heilbrigðisþjónustu í öllum sínum margbreytileika. Og fyrir fjárveitingarvald getur það ...

"LÁTUM VERKIN TALA - NÁUM ÞÓ ALDREI ÖLLU SEM VIÐ VILJUM"

Ég var að lesa grein Ögmundar hér á síðunni um að Sjálfstæðisflokkur og VG eigi ekki að vera saman í ríkisstjórn. Jú, það er fróm ósk okkar flestra, en erfitt við að eiga meðan svo margir kjósendur greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt - og vinstri menn halda áfram að vera vinstri mönnum verstir. Framsókn er nú í lykilstöðu og ríkisstjórn VG, Framsóknar, Samfylkingar og Flokks fólksins yrði vitanlega ekki til gegn vilja Framsóknar. Mér finnst ekki alveg ljóst í greininni hvort félagi Ögmundur metur það meira að koma stefnumálum VG í framkvæmd eða að hafa þau bara letruð með nógu rauðu letri í stefnuskrá. Stefnumálin sem hann telur VG hafa snúið baki við eru langflest enn á sínum stað í stefnuskrám ... Þorvaldur Örn Árnason

HEILBRIGÐISKERFIÐ HRUNIÐ

Heilbrigðiskerfið nú halloka fer helvítis kóvið um vandræðin sér þeir eru að byggja og framtíð tryggja en áratugina það tekur allt hér. Félagslegri einangrun flestir lúta í fjölmenni bera grímur og klúta hanga nú heima láta sig dreyma og gleðjast við fáeina flösku stúta. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
SKYLDULESNING EFTIR JÓN KARL STEFÁNSSON

SKYLDULESNING EFTIR JÓN KARL STEFÁNSSON

Jón Karl Stefánsson skrifar fróðlega en jafnframt hrollvekjandi grein um stöðu og þróun íslenska heilbrigðiskerfisins í  Stundina.   Greinin ætti að vera mitt á viðræðuborðinu um myndun nýrrar ríkisstjórnar og ekki ljúka viðræðum fyrr en sammælst hafi verið um að efla heilbrigðiskerfið og segja jafnframt skilið við einkavæðingu þess. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - flokk einkavæðingar - er óafsakanlegt án slíkrar niðurstöðu auk þess sem allir flokkar, einnig VG þurfa að horfa gagnrýnið í eigin barm.  Það er ástæða til færa Jóni Karli ... 

LÝÐRÆÐIÐ ER Í HÚFI

Góð grein og þörf Ögmundur! Oft hefur verið nauðsyn en nú er nefninlega algjör þörf á róttækri greiningu á ástandinu hér hjá okkur. Þjóðin er lömuð ..... hvað næst! Nú hef ég alls ekki tekið virkan þátt í íslenskum stjórnmálum en hef fylgst grannt með síðastliðin nokkur ár. Í mínum huga er það stjórnsýslan /flokkakerfið sem aftrar því að heilbrigð þróun geti orðið. Við þurfum persónukjör og opið lýðræði. Ótrúlegt að virða þetta fyrir sér því gott fólk er þarna allsstaðar. Miðað við kyrrstöðuna svo skrýtið, síðan kemur sérhagsmunagæslan, fámennið og frænd/kunningjahyglin sem tvinnast saman ... Bergljót Kjartansdóttir