Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur það í hendi sér að reyna myndun ríkisstjórnar með þátttöku VG og Framsóknar auk hennar eigin flokks.
Mér finnst að VG hafi verið sjálfri sér samkvæm og ef þjóðin vill á annað borð heiðarlega stjórnmálamenn þá muni VG bara stækka og verða öflugra í framtíðinni.
Í dag slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Áður hafði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, gert samkomulag við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingar um að reyna stjórnarmyndun.ISG gefur í skyn að helst hefði hún viljað stjórn með VG og Framsókn.
Það er ekki fjarstæða að nefna minnihlutastjórn eins og ætla mætti af viðbrögðum sumra. Það gerði Framsóknarflokkurinn 1978 svo dæmi sé nefnt eftir ósigur sinn þá í kosningunum.
Sú della flýgur nú fjöllunum hærra að Framsóknarflokkurinn hafi beðið afhroð í kosningunum og í framhaldinu er fullyrt að flokkurinn eigi ekkert upp á dekk í Stjórnarráðinu.
Ef stjórnarflokkarnir hefðu misst meirihluta á Alþingi hefðu stjórnarandstöðuflokkarnir, Vinstrihreyfingin grænt framboð, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn gengið til viðræðna um stjórnarmyndun.
Birtist í Morgunblaðinu 12.05.07.Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir að ungt fólk hafi aldrei haft það betra og að flokkurinn muni tryggja áframhaldandi stöðugleika með traustri efnahagsstjórn.
Í áhrifaríkri útvarpspredikun sunnudaginn 29. apríl vék séra Gunnþór Ingason, prestur í Hafnarfirði að þeim átakamálum sem setja svip á stjórnmálaátök líðandi stundar.