Tvennt vekur athygli í fréttum af stjórnarmyndunar- viðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Í fyrsta lagi hinir miklu kærleikar sem tekist hafa með formönnum flokkanna og birtast þjóðinni í innilegum kossum í tíma og ótíma.
Parið á myndinni ber það með sér að það er hamingjusamt – sennilega léttölvað eftir fjöruga næturstund. Ástin leynir sér ekki, það liggur við að maður heyri heit hjörtun slá í takt.
Núna, þegar ljóst er að Samfylkingin ætlar að falla í faðm íhaldsins og endurnýja vald sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, er gott að hafa í huga að sjálfsagt mun sá dagur koma að vinstristjórn fái að ýta af atað umbótastefnu í okkar ágæta landi.
Það verður mikilvægt fyrir sögu jafnaðarmannahreyfingarinnar á Norðurlöndum ef Ingibjörgu Sólrúnu tekst að mynda stjórn undir formann Sjálfstæðisflokksins.