Síðastliðinn föstudag var Kastljós í Sjónvarpinu að venju. Viðmælendur ritstjórans voru borgarfulltrúarnir Svandís Svavarsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson.
Hvað finnst þér um ályktanir sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Ráðleggingar til ríkisstjórnar um að hækka ekki laun opinberra starfsmanna og huga að því að flytja inn erlent vinnuafl frá löndum utan Evrópusambandsins til að minnka spennu á vinnumarkaði (? með lægri launum?) stakk mig og mér finnst leitt að sjá engan gagnrýna þessar ráðleggingar.
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hefur verið á milli tannanna á fólki að undanförnu. Ástæðan er sú að meirihluti stjórnar Seðlabankans samþykkti launahækkun honum til handa upp á 200.000 krónur á mánuði.
Í dag var haldin menningarhátíð í Munaðarnesi. Opnuð var sýning á myndlist Guðbjargar Hákonardóttur, Guggu, en verk hennar verða til sýnis í allt sumar í félagsmiðstöð orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi.
Það var mér mikið ánægjuefni að sjá Guðfríði Lilju á þingi frá fyrsta degi þinghaldsins í vor. Mér voru það mikil vonbrigði að hún hlaut ekki kosningu í nýafstöðnum Alþingiskosningum, einmitt sú manneskjan sem helst af öllum hefði þurft að komast á þing – og átti það svo sannarlega skilið! Lilju er þó framtíðin, það sannfærðist ég um þegar ég hlustaði á málflutning hennar á þingi.
Ég hlustaði af athygli á svör Samfylkingarráðherranna, Þórunnar og Össurar við fyrirspurnum um álverksmiðju í Helguvík á Alþingi, hvort til standi að reisa hana.
Laugardaginn 9. júní kl 14 verður opnuð sýning á verkum myndlistarkonunnar Guðbjargar Hákonardóttur, Guggu í miðstöð orlofsbyggða BSRB í Munaðarnesi í Borgarfirði.
Birtist í Fréttablaðinu 07.06.07.Þegar Samfylkingin kynnti umhverfis- og virkjanastefnu sína undir yfirskriftinni Fagra Ísland var sérstaklega til þess tekið að á komandi fimm árum yrði hlé á stóriðjuframkvæmdum í landinu.
Á stjórnarfundi Evrópusamtaka verkalýðsfélaga innan almannaþjónustunnar (EPSU) sem ég sat í byrjun vikunnar í Brussel var fjallað um hina margfrægu „þjónustutilskipun“ ESB.
Kæri Ögmundur... Ég er svo sannarlega hundrað prósent sammála hverju orði pistils þíns á vefsíðu þinni undir fyrirsögninni “FYRST BORGARALEG HANDTAKA, HVAÐ SVO, DÓMSTÓLL GÖTUNNAR?” Að nokkurri heilvita mannveru skuli detta í hug að einkavæða löggæslu höfuðborgar vorrar er svo fáránlegt að hlutaðeigandi – að því gefnu að þeir gegni pólitískri ábyrgðarstöðu – eiga að segja af sér nú þegar.