STÖÐUGLEIKI OG ÓTTI
30.05.2007
Í fyrndinni var til lýðræðiskynslóð í Alþýðubandalaginu. Lýðræði var það sem sú kynslóð vildi sjálf kenna sig við, og notaði til að aðgreina sig frá ASÍ-arminum, Svavars-arminum, eða öðrum sem þá þóttu standa í vegi fyrir framsókn umbótaaflanna í flokknum.