Það yljar mér alltaf um hjartarætur að hlýða á Lúðrasveit Verkalýðsins - sjá hana og heyra. Og einstaklega vænt þótti mér um þegar sveitin tók Nallan af öllum lífs og sálarkröftum úti fyrir höfuðstöðvum BSRB á baráttudegi verkalýðsins - auk annarra vel valinna laga.
,,. . . ok skal þat barn út bera, ef þú fæðir meybarn, en upp fæða, ef sveinn er." . . Í Gunnlaugs sögu ormstungu dreymir Þorstein, son Egils Skallagríms-sonar, að hann sé staddur heima á Borg.
Á baráttudegi verkalýðsins flyt ég öllu launafólki og landsmönnum öllum eldheitar baráttukveðjur og minni á nauðsyn þess að við þjöppum okkur öll saman um kröfuna um réttlátt samfélag.
Sæll aftur Ögmundur.. Hún Ólina er með góða grein hér á síðunni en mér sýnist að hún leggi til að stjórnarandstaðan á Alþingi haldi þá uppi málþófi í allt sumar um hvort senda eigi inn blað og biðja um fund og sjá hvað kemur út úr honum eða ekki og allt annað gleymist í því argaþrasi.
Sæll Ögmundur.. Það á ekki að sparka í liggjandi mann heldur hlú að honum og hjálpa honum á fætur. Þetta á við Sjálfstæðisflokkinn og forystumenn hans, það þarf að hjálpa flokknum úr viðjum frjálshyggjunnar, óþarfi að fara illa með flokk sem nýtur þó um fimmtungsfylgis meðal þjóðarinnar.