Fara í efni
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR TIL BJARGAR

LÍFEYRISSJÓÐIRNIR TIL BJARGAR

Fyrirsjáanlegur er mikill halli á fjárlögum næsta árs. Spurt er hvernig hann verði fjármagnaður. Menn hafa staðnæmst við augljósa nauðvörn fyrir ríkissjóð: Auka tekjur og draga úr útgjöldum.
MBL  - Logo

VELVILJAÐUR HALLDÓR

Birtist í Morgunblaðinu 20.04.09.. Almennt er Halldór Blöndal velviljaður maður. Síðast fann ég fyrir velvilja hans í örpistli á leiðaraopnu Morgunblaðsins þar sem hann hrósar mér fyrir að hafa staðið vel vaktina fyrir Sigtúnshópinn á sínum tíma og launafólk í BSRB.

AUGLÝSING Í BOÐI SKÚFFU-GERÐARINNAR?

Ólína vekur athygli á nýjum gestum í strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar hæst formann FL-okksins, Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson fyrrum sjóðstjóra í Sjóði 9 hjá Glitni.

FJÖLGAR Í STRÆTÓSKÝLUNUM

Sæl Ögmundur.. Merkilegir þessir menn sem allt í einu eru farnir að raða sér upp í strætóskýlunum, og athyglisvert hverjum er ekki stillt upp.

SKILUM LÁNUM OG BORGUM EKKI

Sæll félagi og vinur.  . Ögmundur Jónasson, Michel Hudson John Perkins, hvað eiga þessir menn sameigilegt?  Jú þeir hafa allir varað íslensku þjóðina við alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Erum við í þessari stöðu núna vegna þess að íslenska ríkið tók svo mikið af lánum? Nei við erum í þessari stöðu vegna þess að nokkrir fjárglæframenn komust upp með að taka lán erlendis sem þeir voru aldrei borgunarmenn fyrir.  Íslenska þjóðin hefur aldrei skrifað upp á skuldaviðurkenningu vegna þessara manna.  Er ekki rétt núna að miða við allar þær aðvaranir sem við höfum fengið að finna leið til þess að skila láninu aftur.  Ég neita að borga skuldir óreiðumanna.
MBL  - Logo

KJARAJÖFNUN ER KJARABÓT

Birtist í Morgunblaðinu 18.04.09.. Því miður hafa kjör launafólks rýrnað. Verðbólga og okurvextir hafa séð um það.

UM LESBLINDU, EINELTI OG SKYLDUR SKÓLANS

Skólamál Íslands eru á frumskógarstigi. Því miður eru einhverjir kennarar farnir að trúa því að skólarnir séu meira fyrir kennara en börn.
FRÁBÆRT FRAMLAG TANNLÆKNA

FRÁBÆRT FRAMLAG TANNLÆKNA

Um það bil 25 tannlæknar og tanntæknar ásamt tannlæknanemum hafa gefið vinnu sína tvær helgar í röð í þágu barna og unglinga sem þurfa á tannlækningum að halda.
JÁKVÆÐAR YFIRLÝSINGAR BHM

JÁKVÆÐAR YFIRLÝSINGAR BHM

Það var ánægjulegt að sitja fund með trúnaðarmönnum launafólks innan raða háskólamanna í BHM í vikunni. Og ég neita því ekki að það gladdi mjög hjarta mitt að heyra yfirlýsingar formanns BHM og annarra forsvarsmanna bandalagsins á fundinum og í kjölfar hans.

KJÓSA FYRST - SVO MÁ GEFA ÖNDUNUM!

Sæll félagi og vinur.  . Í dag er vika til kosninga, og enn hefur enginn flokkur sagt þjóðinni hversu skuldir þjóðarbúsinns eru miklar, hversu mikið okkur ber að borga af þeim, eða hvernig afla á tekna til þess að borga þær.  Það eru tvær ályktanir sem hægt er að draga af þessari þögn sem um þessi mál ríkja hjá flokkunum.  Annars vegar er ástæðan sú að þeir vita ekki hversu háar skuldinar eru og hins vegar að þeir þora ekki að upplýsa þjóðina um þær og til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa til að ótta við að missa atkvæði.