
EKKI HVORT EÐA HVENÆR, HELDUR HVERNIG KERFINU VERÐUR BREYTT
08.06.2012
Adolf Guðmundsson, formaður LÍU, sagði í dag að ef breytingar yrðu gerðar á fiskveiðistjórnunarkefinu vildi hann „ ekkert segja um hvort flotinn verði kyrrsettur en það eru allir möguleikar á því!" . . Annar forsvarsmaður LÍÚ sagði fyrir fáeinum dögum að sér fyndist koma til greina að fá erlendan sáttasemjara til að miðla málum á milli kvótahafa og meirihlutans á Alþingi varðandi skipulag og skattlagningu í sjávarútvegi.