OPINBERIR OPINBERA SIG
09.09.2012
Í vikunni hækkaði velferðarráðherra laun forstjóra Landspítalans um nærri hálfa milljón á mánuði. Ef marka má fjölmiðla var rótin að þessari aðgerði sú að forstjórinn gat að eigin sögn fengið meiri pening fyrir vinnu sína annarsstaðar og ráðherrann vildi sýna þá snerpu að kippa þessu í liðinn með því að jafna besta boð erlendis frá.