
ENGA KRÖFU Á OKKUR TAKK FYRIR!
15.09.2013
Eitt ævintýralegasta mál síðari tíma var málefni Sparisjóðs Reykjavíkur í ársbyrjun 2004. Þannig var að lögum samkvæmt mátti ekki selja stofnbréf í sparisjóðum þar á meðal í SPRON nema á stofnverði, uppfærðu samkvæmt vísitölu.. Á bólutímanum gerðust eigendur stofnbréfa gráðugir mjög og vildu selja þau á markaði.