Bjarni hreykir sér af skattalækkunum á almenning. Nú er fjárlagafrumvarpið komið fram og fjármálaráðherra hreykir sér af tekjuskattslækkun á launamenn um 0,8% á milliskattþrepið.
Ég hef gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra fyrir að liggja nánast á hnjánum frammi fyrir erlendum fjárfestingaspekúlöntum að biðja þá að koma hingað til lands með úttroðna vasa fjár til að ávaxta sitt pund.
Í tilefni af pistli hér á síðunni, þar sem sá skilningur kom fram að starf forstjóra Landspítalans yrði ekki auglýst, barst mér eftirfarandi orðsending: "Í frétt sem birtist á vef Velferðarráðuneytisins í gær kemur eftirfarandi fram: "Skipaður verður starfandi forstjóri þar til ráðið verður á ný í embættið að undangenginni auglýsingu og hefðbundnu ráðningarferli samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
Tiu þúsunkallinn og Jónas Hallgrímsson. Mér svelgtist á kaffinu einn morguninn í vikunni er ég fletti einu dagblaðanna þegar ég sá glaðhlakkanlegan seðlabankastjórann haldandi á nýjum tíuþúsunkalli en bankastjórinn minnti á fyrirliða fótboltafélags sem hampaði bikarnum.
Björn Zoega sagði af sér sem forstjóri Landspítalans í dag. Ráðherra segir að nýr forstjóri verði ráðinn á þriðjudag. (Ekki virðist eiga að auglýsa stöðuna.) . Björn Zoega segir Landspítalann kominn fram á hengiflugið, fram á bjargbrúnina.
Nú hefur verið ákveðin róttæk breyting á RÚV: Silfur Egils lagt niður og ráðinn politískur þáttastjórnandi, án auglýsingar í staðinn! Hjá því opinbera á að auglýsa öll laus störf hversu þýðingarmikil eða þýðingarlítil þau kunna að vera.