Engum dylst að fjöldi erlendra ferðamanna hér á landi hefur aukist svo mikið undanfarin ár, að átroðnings er farið að gæta á vinsælum ferðamannastöðum.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra, sagði i sjónvarpi fyrir fáeinum dögum að þeir eigi "að borga sem njóta" og var þar með að réttlæta gjaldtöku við ferðamannastaði og i kvöld sáum við í sónvarpsfréttum hvernig þau sem ekki voru tilbúin að borga við Geysi "nutu" i samræmi við það - utan girðingar.
Anthony Wedgewood Benn, sem í seinni tíð gekk ætíð undir heitinu Tony Benn, er látinn, 88 ára að aldri. Þegar ég kom ungur maður til Bretlands á sjöunda áratugnum var Benn þegar orðið þekkt nafn í breskum stjórnmálum.
Undanfarnar vikur hefur komið berlega í ljós að „loforð" er ekki það sama og loforð. Ýmsir sem nú sitja í ríkisstjórn sögðu fyrir kosningar að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið [hér eftir nefnt ESB].
Í dag birtist í Fréttablaðinu tímabær grein eftir Unu Margréti Jónsdóttur. Þar fjallar hún um uppsagnir hjá hinu opinbera að undanförnu og þá aðferðafræði sem þar sé beitt samkvæmt ráðgjöf sérfræðinga. Fólk sé niðurlægt út í hið óendanlega og nefnir dæmi um aðferir sem hljóti að flokkast undir gróft einelti: . „ Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 09.03.14.. Kunningi minn sem er á öndverðum meiði við mig í pólitík er á sama máli og ég í andstöðu við Evrópusambandsaðild.
Athygli vekur röksemdafærslan sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, notaði á fundi með fréttamönnum þegar hann fordæmdi íhlutun Rússa á Krímskaga: "Það er ekki við hæfi að ráðast inn í land og þröngva þar fram vilja sínum að baki byssuhlaupi.
Már Egilsson er ungur læknir nýkominn til starfa á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann birti í vikunni opið bréf til heilbrigðisráðherra þar sem hann spyr hvernig boðaður niðurskurður í heilsugæslunni samræmist kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins en Már segir þetta líklega ganga í berhögg við yfirlýsta stefnu allra flokka á Alþingi.