Styðjum baráttuna um réttinn að fá að skoða landið okkar. Ef kollvarpa á þeim sjálfsögðu og lögbundnu mannréttindum að mega fara óhindrað um óræktað land er illa komið fyrir okkur Íslendingum.
Á Alþingi í dag beindi ég spurningu til Bjarna Benediktssonar, fjarmálaráðherra, um gjaldtökuna við Geysi. Fann ég að því að viðbrögð stjórnvalda við ólöglegri galdtöku á Geysissvæðinu væru linkuleg.
Það er ekki ýkja langt síðan farið var að rukka ferðamenn við Kerið og síðan við Geysi. Það er hins vegar svo langt um liðið að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að taka í taumana og stöðva gjaldtökuna því hún er ólögleg.