Hér á síðunni beindi ég tveimur spurningum til frambjóðendanna tveggja til formennsku í Samtökum ferðaþjónustunnar en kosningin fer fram á morgun, fimmtudag.
Næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, verður kosið til formanns í Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Tveir aðilar hafa lýst yfir framboði, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, og Þórir Garðarsson, starfandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Allrahanda ehf.
Eflaust ætla einhver að vera við Geysi á laugardag klukkan hálf tvö til að standa á lagalegum rétti okkar um gjaldfrjálsa aðkomu að náttúrundrum Íslands.. Þetta gæti orðið skemmtilegur helgarbíltúr.
Það er einkar ánægjulegt að sjá hvernig samfélagið er að bregðast við gjaldheimtumönnunum sem ætla að taka sér vald til að rukka ferðamenn, í eigin þágu, innlenda sem erlenda, sem vilja njóta íslenskrar náttúru.
Ég held að gjaldtakan við Geysi og tilburðirnir fyrir norðan um að selja inn á Dettifoss sé það yfirgengilegasta sem upp hefur komið á Íslandi í langan tíma og er þó af ýmsu að taka.