Sæll Ögmundur. Ég (eins og svo margir), hef verið mikið hugsi síðan fréttir bárust af því að helstu stjórnendur fyrirtækja hækkuðu laun sín um 40% á síðasta ári.
Sæll ögmundur,. ég vildi spyrja þig hvort þú teldir að hægt væri að vernda sparifjáreigendur í landinu með því að hafa einn ríkisbanka fyrir þá sérstaklega, óháð duttlungum áhættusækinna fjárfesta og eigingjanra eigenda.
Í morgunþætti Bylgjunnar ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um málefni líðandi stundar,Skotlandskosningun, Íbúðalánasjóð, ÁTVR, lífeyrissjóðina og 20 milljarðana sem ríkisstjórninni liggur á að koma í vasa eigin gæðinga.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 21.09.14.. Um og upp úr tvítugu bjó ég í Edinborg, höfuðborg Skotlands. Þar stundaði ég nám og þar stofnaði ég til heimilis.
Sjálfstæðisflokkurinn var við stjórn á Íslandi frá 1991 til 2009. Fyrst með Alþýðuflokknum frá 1991 til 1995, svo með Framsókn til 2007 og þá með Samfylkingunni frá 2007 til 2009.
Ráðstefna sem ég sótti í Aþenu um efnahagsþrengingar og vímuefnavarnir og síðan auðkennismál voru meginumræðuefnin í spjalli okkar Ragnheiðar Ríkarðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Bylgjunni i morgun.
Kerfislæg andstaða, kerfislægir fordómar gegn hælisleitendum á Íslandi eru rótfastir innan stjórnsýslunnar. Ræturnar eru gamalgrónar og eiga sér upphaf í heimóttarskap, þjóðrembu og hægripopúlisma liðinna tíma.
Í vikunni sótti ég áhugaverðan fund í Aþenu í Grikklandi. Fundurinn var á vegum svokallaðs Pompidou hóps Evrópuráðsins en það er samstarfsvettvangur 47 ríkja - ekki einvörðungu Evrópuríkja þó að evrópsk séu þau flest - um vímuefni og vímuefnarannsóknir.. Sjá: http://www.coe.int/t/dg3/pompidou/default_en.asp . . Í ljósi efnahagsþrenginga víða um lönd horfir þessi hópur, sem samanstendur einkum af stefnumótandi sérfræðingum, til ríkja sem hafa þurft að skera útgjöld sín niður og leikur þá forvitni á að vita hvernig tekið hefur verið á heilbrigðismálum og vímuefnavörnum sérstaklega þegar niðurskurðarsveðjunni hefur verið beitt og í framhaldi hvaða lærdóma megi af þessu draga.
Sæll Ögmundur. Varðandi auðkennismálin. Af hverju fór Íslykillinn í þróun hjá Advania án útboðs? Þetta Advania dekur hjá ríkinu er óskiljanlegt og því skil ég ekki málflutning þinn þegar þú bendir á að Auðkenni er í eigu bankanna og Símanns.