Það er einkar ánægjulegt að sjá hvernig samfélagið er að bregðast við gjaldheimtumönnunum sem ætla að taka sér vald til að rukka ferðamenn, í eigin þágu, innlenda sem erlenda, sem vilja njóta íslenskrar náttúru.
Ég held að gjaldtakan við Geysi og tilburðirnir fyrir norðan um að selja inn á Dettifoss sé það yfirgengilegasta sem upp hefur komið á Íslandi í langan tíma og er þó af ýmsu að taka.
Styðjum baráttuna um réttinn að fá að skoða landið okkar. Ef kollvarpa á þeim sjálfsögðu og lögbundnu mannréttindum að mega fara óhindrað um óræktað land er illa komið fyrir okkur Íslendingum.
Á Alþingi í dag beindi ég spurningu til Bjarna Benediktssonar, fjarmálaráðherra, um gjaldtökuna við Geysi. Fann ég að því að viðbrögð stjórnvalda við ólöglegri galdtöku á Geysissvæðinu væru linkuleg.