Sæll Ögmundur og takk fyrir frumkvæði þitt í að verja almannarétt. Þessi réttur byggir á fornri hefð, þó hann sé lítillega þrengdur í gildandi náttúruverndarlögum.
Hér á síðunni beindi ég tveimur spurningum til frambjóðendanna tveggja til formennsku í Samtökum ferðaþjónustunnar en kosningin fer fram á morgun, fimmtudag.
Næstkomandi fimmtudag, 10. apríl, verður kosið til formanns í Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Tveir aðilar hafa lýst yfir framboði, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, og Þórir Garðarsson, starfandi stjórnarformaður og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions - Allrahanda ehf.
Eflaust ætla einhver að vera við Geysi á laugardag klukkan hálf tvö til að standa á lagalegum rétti okkar um gjaldfrjálsa aðkomu að náttúrundrum Íslands.. Þetta gæti orðið skemmtilegur helgarbíltúr.