Fara í efni
Skógarþrösturinn 2

HÁRRÉTT HJÁ ÞRESTI

Ekki er myndin hér til hliðar af sama þresti og skrifar lesendabréf á síðuna í dag, stútfullt af hárréttum söguskýringum - eftir því ég fæ best séð.. Auðvitað á maður ekki að vera að ergja sig yfir því að hægri sinnaða stjórnmálafólkið sem nú stýrir Íslandi skuli greiða götu allra þeirra sem leita ofan í vasa okkar í gróðaskyni.

ÞRENGJA AÐ ALMANNARÝMINU ...

Hægrimenn hafa stundum hag af því að ríkisvaldið bregðist. Það sannar mikilvægi markaðslausna. Almennt aðgengi að þjónustu sem nýtur almanna-fjármögnunar er eitur í þeira beinum.

NÁNAST ORÐLAUS !

Sæll Ögmundur. Nú er maður nánast orðlaus yfir nýjasta „afreki" ríkistjórn braskaranna á Íslandi. Að Hannesi Hólmsteini sé falin yfirstjórn að rannsaka erlenda áhrifahætti sem tengist bankahruninu á Íslandi er illa varið skattfé landsmanna.

EKKI HÆKKA EFTIRLAUNAALDUR

Af hverju ætli aldrei sé rætt við neinn sem er á móti því að hækka eftirlaunaldur t.d á RUV eða öðrum miðlum.Okkur er sagt að þjóðin eldist svo hratt en það minnist enginn á peningana sem töpuðust í hruninu eða hve gjöld hafa hækkað í sjóðina.
Grilla á kvöldin

BÚIÐ AÐ FINNA ÓPÓLITÍSKA GRILLARANN?

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands og einn  helsti talsmaður harðlínu frjálshyggju á Íslandi síðustu þrjátíu og fimm árin, er nú orðinn handhafi  tíu milljón króna samnings við íslenska skattgreiðendur til að rannsaka hrun eigin kreddu haustið 2008.

EIGUM NÓGA FREKJU FYRIR!

Þú segir Costco af hinu illa og viljir þessa verslunarkeðju ekki til Íslands. Er Costco nokkuð verri en aðrar keðjur? Sumir halda því fram að hún sé jafnvel skárri en margt annað.
CostCo og kó

BJARNI, ELÍN OG ERÍKUR

Bjarni Benediktsson og Elín Ragnheiður Árnadóttir eru yfir sig hrifin að hingað til lands kunni að vera væntanleg enn ein verslunarkeðjan, nefnilega hinn bandaríski Costco hringur sem heimtar leyfi til að selja lyf, brennivín og hrátt kjöt hér á landi.. . Fyrir öllu þessu erum við jákvæð, sagði iðnaðar/viðskipta- og ferðamálaráherrann, Ragnheiður Elín - en leiðrétti sig síðan og sagði að ekki væri rétt að veita einu fyrirtæki sérstakar undanþágur.
DV - LÓGÓ

RUKKURUM BOÐIÐ Í KAFFI

Birtist í DV 01.07.14.. DV var með ágæta úttekt um helgina á úthlutunum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða frá því sjóðurinn var stofnaður 2011 og fram á þennan dag.
Bylgjan - í bítið 989

EVRÓPURÁÐIÐ, FISKISTOFA OG GJALDTAKA Í BYLGJUBÍTIÐ OG Á STÖÐ 2

Að venju sátum við á Bylgjunni  í morgunsárið og ræddum brennandi málefni dagsins við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
MBL- HAUSINN

AÐ KUNNA AÐ FARA MEÐ VALD

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 29.06.14.. Skólaárið 1966/7 var ég í breskum heimavistarskóla. Ég var 18 ára.