Fara í efni
Dónald Trump 2

VANHÆFUR Á VALDASTÓLI

Donald Trump er verðandi forseti Bandaríkjanna. Það eru slæm tíðindi og vitnisburður um mikla lágkúru. Af viðbrögðum að dæma um heim allan sjá þetta margir.
Engill - viðskiptaráð

VIÐSKIPTARÁÐ VAKIR

Eins konar millibilsástand er nú í stjórnmálunum. Kosningar nýafstaðnar og stjórnmálamenn þurrausnir af yfirlýsingum og fyrirheitum.
Helga Björk - Ogmundur

VÖKNUM OG VEKJUM AÐRA TIL VITUNDAR UM EINELTI

Birtist á visir.is 08.11.16.. Dagurinn í dag - hinn 8. nóvember - er alþjóðlegur baráttudagur gegn enelti. Undanfarin ár höfum við undirrituð sameiginlega sent frá okkur hvatningu af þessu tilefni.

ÍSLENSK SKATTASKJÓL, ATHVÖRF OG NÁLGUNARBANN

Alls kyns ofbeldi viðgengst í okkar samfélagi. Í því sambandi skal ekki lítið gert úr því skattaofbeldi sem hér hefur lengi fengið að þrífast án nokkurra úrræða fyrir brotaþola.
Dónald og Hillary II

SAMTAL Í FLUGVÉL

Vettvangur: Flugvél á leið frá Búkarest til Chisinau, höfuðborgar Moldóvu. Hlið við hlið sitja Íslendingur og Bandaríkjamaður, ungur tölvumaður frá Silicon Valley í Kaliforníu í Bandaríkjunum.. Íslendingur:Það eru örlagaríkar kosningar í vændum í þínu heimalandi.. . Bandaríkjamaður: Já.. . Íslendingur:Úrslitin gætu orðið ógnvænleg (scary).. . Bandaríkjamaður: Já, ógnvænleg eða að þau muni hafa mikið skemmtigildi (entertaining).. . Íslendingur:Ha? . . Bandaríkjamaður: Það er „scary" ef Hillary Clinton vinnur, „entertaining" ef Donald Trump vinnur.

ALMÆTTIÐ FORÐI OSS FRÁ HÆGRI VARGÖLD

Benedikt, Óttar og Bjarni. berja saman völd.. Almættið oss verji og varni. fyrir hægri vargöld.. Pétur Hraunfjörð . .  

MIKIL REIÐI, EN ER HÚN RÉTTLÁT?

Öryrkjum og lágtekjufólki svíður hækkanir til þingmanna, ráðherra og forseta Íslands. Þessu fólki svíður að kjaramisréttið sé aukið, því bilið á milli þess og hálaunatoppa eykst með þessu.

HVERJIR EIGI AÐ VEFA VOÐIRNAR

Þakka þér grein þína um samvinnuþráðinn sem þú telur vera til staðar í Framsóknarflokknum og að reynslan sýni „að úr honum megi vefa ágætar voðir".
Framsóknar - prjón - III

SAMVINNUÞRÁÐURINN

„Framsókn vill leitast við að styðja lítilmagnann, rétta hlut þeirra, sem ofurliði eru bornir, hvetja hina óframfærnu til einurðar, ryðja braut kúguðum, frjálsbornum anda fram til starfs og menningar.

KOMANDI BARÁTTA

Ögmundur minn. Þakka þér pistlana hér í upphafi mánaðarins. Þau stjórnarmynstur sem nú liggja í loftinu lofa illu einu fyrir almenning.