Hjá mér hefjast jólin á tónleikum Breiðfirðingakórsins. Í kvöld söng hann í Fella- og Hólakirkju og var söngskráin í senn hátíðleg og skemmtileg, blanda af innlendum og erlendum lögum, gömlu og nýju.
Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag sat ég ráðstefnu í Brussel um málefni Kúrda. Þetta var 13. ráðstefna sinnar tegundar íBrussel um málefnið en að henni stóðu stuðningssamtök Kúrda ásamt Vinstri-sósíalistum, Sósíal-demókrötum og Græningjum á þingi Evrópusambandsins.
Ég var að hlusta á Sigurð Inga, starfandi forsætisráðherra, tala um mikilvægi þess að samræma lífeyrisréttindin þannig að fólk gæti farið á milli lífeyrissjóða án skerðinga! En gengur samræmingin ekki út á að skerða lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna? Ég þykist vita að þú getir svarað þessu Ögmundur.. Verðandi lífeyrisþegi . . Jú, ég get svarað þessu og svarið er já.. Kv., . Ögmundur
Katoikos mun þýða íbúi á grísku en er jafnframt heiti á evrópskum vefmiðli sem settur var á laggirnar fyrir tveimur árum til að stuðla að umræðu sem næði ofan í grasrótina og væri örvandi fyrir samfélagið allt.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 10/11.12.17.. Rafrænar tækniframfarir eru með ólíkindum. Í stað þess að standa í langri biðröð hjá bankagjaldkeranum, setjum við kort í vél sem síðan afhendir okkur peninga.