Fara í efni

Greinasafn

2007

ALMENNINGI GEFIÐ LANGT NEF

ALMENNINGI GEFIÐ LANGT NEF

Nýr meirihluti í Reykjavík hefur sett á fót stýrihóp til að fara í saumana á aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur að samkrulli OR við fjárfestingarbraskara sem nú róa öllum árum að því að komast yfir almannaeigur í orkugeiranum og nýta þær sér til framdráttar í fjárfestingum á erlendri grundu.

SAMMÁLA KATRÍNU JAKOBSDÓTTUR

Ég er algerlega sammála því sem fram kom hjá Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni VG, í Silfri Egils í gær. Að sjálfsögðu er í lagi að Orkuveita Reykjavíkur fari í útrás að því gefnu að það gerist á samfélagslegum forsendum en ekki forsendum peningamanna sem stjórnast af þeirri hugsun einni að maka krókinn.

STUÐNINGUR ÚR KÓPAVOGI

Sæll vert þú Ögmundur Við sem vorum stuðningsmenn þínir í síðustu alþingiskosningum, lýsum yfir fullum stuðningi við andóf þitt og annarra þingmanna Vinstri grænna við tilraunir Sigurðar Kára og nokkurra annarra unglinga, til að koma víni og bjór inn í matvöruverslanir.
AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ AFLEIÐINGAR EIGIN VERKA

AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ AFLEIÐINGAR EIGIN VERKA

Aldrei hef ég efast um heilindi Halldórs Blöndals, fyrrum alþingismanns, ráðherra og forseta Alþingis. Hann hefur ætíð unnið landi og þjóð af heilindum og samkvæmt bestu samvisku.
DÆMUM MENN AF VERKUM ÞEIRRA

DÆMUM MENN AF VERKUM ÞEIRRA

Í dag heyrðist nokkuð sérstæð frétt í útvarpi. Hlustendur fengu að heyra að Framsóknarmenn í Skagafirði hefðu ákveðið að beina því til flokks síns og Alþingis að ef þingmenn tækju upp á því að stunda nám jafnframt þingstörfum væri eðlilegt að kalla inn varamenn.
SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKUR Á FRJÁLSHYGGJU-STUTTBUXUM

SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKUR Á FRJÁLSHYGGJU-STUTTBUXUM

Heilbrigðisráðherra þjóðarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson kom fram í öllum ljósvaka-fjölmiðlum landsmanna í kvöld, að því er mér heyrðist, til að lýsa yfir stuðningi við brennivínsfrumvarp frjálshyggjudeildar Sjálfstæðis/Samfylkingarflokksins.

VISTVÆNN TVÍSKINNINGUR

Sigríður frá Brattholti má aldrei gleymast!  Ég vil taka undir með þér að allt þetta tal um sjálfbærar virkjanir er afskaplega vanhugsað.
RÖK SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKS UM ÁFENGI: AF ÞVÍ BARA

RÖK SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKS UM ÁFENGI: AF ÞVÍ BARA

Nú gerist það í fimmta sinn að Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki og Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, ásamt samherjum í frjálshyggjudeildum flokka sinna, flytja lagafrumvarp á Alþingi um að færa áfengissölu inn í matvöruverslanir.
STÖNDUM VÖRÐ UM BARÁTTUFÓLK VERKALÝÐSINS

STÖNDUM VÖRÐ UM BARÁTTUFÓLK VERKALÝÐSINS

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC) hefur birt árlega skýrslu sína um mannréttindabrot og ofsóknir á hendur verkalýðshreyfingunni í heiminum.

ÁFENGISMÁLIÐ!

Kæri Ögmundur.... Árátta Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns Sjálfstæðisflokksins og skoðanasystkina hans og siðferðisfélaga í eigin flokki og Samfylkingunni, um að áfengi eigi að vera sem mest á boðstólnum frammifyrir almenningi í landinu, minnir mig á annan sjálfstæðismann fyrir nokkrum árum, sem sagði á þá leið að við ættum að koma okkur upp drykkjukrám, ´pubs´ eins og tíðkuðust  í útlöndum.