Fara í efni

Greinasafn

2007

HVER ER ENGINN?

Sjónvarpsstöðvarnar sögðu okkur frá því í fréttum að Geir H. Haarde hefði óvænt haldið ræðu á fundi hjá sjálfstæðissamtökunum Verði.

BRETTABJÓR OG PAPPAVÍN

Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um það hvort að leyfa eigi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum.
GLEYMUM ALDREI EIGIN GLÆPUM!

GLEYMUM ALDREI EIGIN GLÆPUM!

Sænska friðarrannsóknarstofnunin TFF býður stöðugt upp á afar athyglisvert efni. Þess má geta að forstöðumaður þessarar stofnunar Jan Oberg kom hingað til lands fyrir fáeinum árum og flutti eftirminnilegt erindi í tengslum við ráðstefnu sem Vinstrihreyfingin grænt framboð efndi til.

HVAÐ SKYLDU BÍLASALAR SEGJA UM BRENNIVÍNSFRUMVARPIÐ?

Sigurður Kári Kristjánsson, sem harðast berst fyrir því að áfengi verði selt í matvöruverslunum er nokkuð djarfur í yfirlýsingum.
ENIKAVÆÐINGIN FREISTAR

ENIKAVÆÐINGIN FREISTAR

Fyrir nokkrum dögum var útvarpsviðtal við Ástu Dís Óladóttur, forstöðukonu nýrrar deildar háskólans að Bifröst, sem mun sérhæfa sig í stjórnun innan heilbrigðisþjónustu.
ER LÝÐHEILSUSTOFNUN HÆTT AÐ SINNA HLUTVERKI SÍNU?

ER LÝÐHEILSUSTOFNUN HÆTT AÐ SINNA HLUTVERKI SÍNU?

Þórólfur Þórlindsson, nýr forstjóri Lýðheilsustöðvar, og Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður ræddust við í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld.

AÐGENGI AÐ ÁFENGI OG MATVÖRU

Þá er það komið af fullum krafti inn á Alþingi mannréttindamálið mikla sem hefur verið bryddað upp á af og til: að við fáum að kaupa áfengi í matvöruverslunum.

FELLIÐ FRUMVARPIÐ

Sæll Ögmundur.Enn á ný fara nokkrir þingmenn á stað með frumvarp til laga til þess að heimila verslunum að selja léttvín og bjór.  Einu rökin hjá þeim eru að viðskiptavinir geti keypt sér rauðvínsflösku með steikinni.  Ef mig langar í rauðvín með steikinni munar mig ekkert um að fara í ÁTVR og kaupa flösku.  Í dag eru í gildi lög sem banna að unglingum yngri en 18 ára megi selja tóbak og sama gildir um þá sem afgreiða tóbak.  Nú er staðan þannig að mikið af afgreiðslufólki er undir þessum aldri og enginn gerir athugasemdir við að þessir ungu starfskraftar selji tóbak.  Og eins verður það með áfengi,  þessi börn verða farin að selja áfengi eftir stuttan tíma.  Ég tel að með því að leyfa sölu á léttvíni og bjór í verslunum séum við að senda unglingum röng skilaboð um að það sé allt í lagi að drekka léttvín og bjór.  Ég veit líka um foreldra sem finnst allt í lagi að gefa eða kaupa bjór eða léttvín handa börnum sínum,s em mér finnst skjóta skökku við á sama tíma og rekinn er áróður fyrir heilbrigðu líferni.  Ég sem faðir þriggja barna og afi tveggja barna skora á þig og aðra þingmenn að fella þetta frumvarp.  Áfengi er oft fyrsta skrefið að öðru og stærra vandamáli.
LÍTIÐ GEFIÐ FYRIR LÝÐHEILSU

LÍTIÐ GEFIÐ FYRIR LÝÐHEILSU

Hafin er á Alþingi árviss mannréttindabarátta um að koma áfengissölu í matvöruverslanir. Að þessu sinni er það Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem reisir gunnfána baráttufólksins en um þá stöng halda samtals 17 þingmenn, þar á meðal Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

HVENÆR VERÐUR KOMIÐ NÓG?

Því meira sem umbúðirnar eru teknar utan af Orkuveitusukkinu því verra verður málið. Þetta hefði þurft að gera með Landsbankann, Búnaðarbankann, SR-Mjöl, Símann og öll hin einkavæðingarspillingarmálin.