Ég er hjartanlega sammála Sunnu Söru hér á síðunni, að tillaga þín um kjaramerkimiðana er góð. Það er ömurlegt að heyra allt þetta hálaunafólk nánast blátt í framan reyna að sannfæra láglaunafólk að samþykkja yfir sig vesaldóm síðustu "samninga" sem eru ekkert annað en kröfugerð SA og síðan kröfur á ríki og sveitarfélög!. . Jóel A. .
Það er ótrúlega einfalt að breyta þjóðfélagsumræðunni á Íslandi og reyndar hvar sem er. Ef farið yrði að tillögu þinni og merkimiði settur á öll þau sem til máls tækju um kjramálin þannig að við fengjum að vita hvað þau hefðu í laun þá myndu orð þeirra og boðskapur fáaðra merkingu og annað vægi.
Sæll Ögmundur. Vegna umræðu um Orkuveituna og uppskiptingu hennar þá hjó ég eftir því fyrir einhverjum mánuðum að Ísland hefði þrengt þessar reglur úr 100,000 íbúum í 10,000 íbúa, Getur verið að þetta sé rétt? Ég var að reyna að finna Evrópureglugerðina en er ekki nægjanlega klár á hvernig maður leita eftir þessu, gætir þú sagt mér hvaða Evrópureglugerð þetta er mig langar að lesa hana.
Það er rétt hjá þér að vesælt er að gera sér sjúklinga að gróðalind! Ég hef lesið um þessi áform fjárfestanna í blöðum yfir helgina, þar sem kemur fram að breyta á Broadway í lækna- og heilsumiðstöð.