Fara í efni

HÚSNÆÐIS - LAUSNIR OG MOSKUÖFGAR

Ég var að hlusta á Sprengisand þar sem fulltrúar framboðanna ræddu mosku, flugvöll, húsnæðisvandann  og ýmis önnur mál. Ég sannfærðist um að kjósa Dögun eftir þessar samræður.  Mér sýnist Dögun vera eina framboðið með raunhæfar lausnir fyrir okkur sem erum í vanda. Svo finnst mér skipta máli að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.
Moskutal Framsóknar er ógeðfellt. Ef við værum að glíma við ofsatrársöfnuð skildi ég þessa afstöðu. En við erum það hins vegar ekki. Söfnuður múslíma sem vill byggja eins og aðrir söfnuðir, er hófsamur og góðviljaður. Þetta þekki ég af eigin raun þótt ég sé ekki múslími og ekki í neinum söfnuði.  Í öllum trúarbrögðum eru til öfgar, líka á meðal kristinna. Moskutalið er gruggugt vatn á myllu öfga. Ljótustu öfgarnar núna eru Framsóknaröfgarnar.
Guðmundur Jónsson