Fara í efni

TRÚMÁL EIGA EKKI AÐ VERA MÁL MÁLANNA

Þakka þér fyrir að taka upp hanskann fyrir Salman Tamini og hófsama múslíma. Sjálfur er ég lítið gefinn fyrir trúarbrögð. Læt mér þjóðkirkjuna okkar lynda svo lengi sem hún heldur sig við hófsemdarlínur. Það hefur hún hins vegar ekki alltaf gert fremur en önnur trúarbrögð.
Ég vil helst að trúarbrögðum sé haldið lágstemmdum, þau eiga ekki að vera mál málanna, kannski er það ástæðan fyrir því að ég sætti mig við að hafa þjóðkirkju. Þau sem tala harðast nú gegn mosku í Reykjavík eru að gera nákvæmlega það sem þau vara við: Þau eru að setja trúmál og trúarsöfnuði í öndvegi.
Jóel A.