Bjarni hreykir sér af skattalækkunum á almenning. Nú er fjárlagafrumvarpið komið fram og fjármálaráðherra hreykir sér af tekjuskattslækkun á launamenn um 0,8% á milliskattþrepið.
Í tilefni af pistli hér á síðunni, þar sem sá skilningur kom fram að starf forstjóra Landspítalans yrði ekki auglýst, barst mér eftirfarandi orðsending: "Í frétt sem birtist á vef Velferðarráðuneytisins í gær kemur eftirfarandi fram: "Skipaður verður starfandi forstjóri þar til ráðið verður á ný í embættið að undangenginni auglýsingu og hefðbundnu ráðningarferli samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
Tiu þúsunkallinn og Jónas Hallgrímsson. Mér svelgtist á kaffinu einn morguninn í vikunni er ég fletti einu dagblaðanna þegar ég sá glaðhlakkanlegan seðlabankastjórann haldandi á nýjum tíuþúsunkalli en bankastjórinn minnti á fyrirliða fótboltafélags sem hampaði bikarnum.
Nú hefur verið ákveðin róttæk breyting á RÚV: Silfur Egils lagt niður og ráðinn politískur þáttastjórnandi, án auglýsingar í staðinn! Hjá því opinbera á að auglýsa öll laus störf hversu þýðingarmikil eða þýðingarlítil þau kunna að vera.
Ótrúlegt var að hlusta á fréttaflutning RÚV af skoðanakönnun um flugvöllinn. Svona byrjaði fréttin: „Hátt í helmingur íbúa miðborgar Reykjavíkur vill að flugvöllurinn víki úr Vatnsmýrinni." . Það er ekkert annað hugsaði maður í fyrstu.
Þú segir í grein þinni um fólksflutninga Ögmundur að þegar fækki í Evrópu vegna þess að þjóðirnar deyi örar en þær geti af sér nýja einstaklinga þá þurfi að flytja inn fólk annars staðar frá.
Það sem ég alltaf hef óttast birtist mér í viðtali í Morgunblaðinu í dag: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/14/vita_meira_um_tunglid_en_graenland/ . Í stað þess að eiga góð og óeigingjörn samskipti, samstarf og samráð við Grænlendinga, sem ég er algerlega fylgjandi, á nú að fara að græða á Grænlandi og Grænlendingum! Guð forði okkur frá því.