Fara í efni

TÍU ÞÚSUND-KALLINN OG JÓNAS HALLGRÍMS-SON

Tiu þúsunkallinn og Jónas Hallgrímsson. Mér svelgtist á kaffinu einn morguninn í vikunni er ég fletti einu dagblaðanna þegar ég sá glaðhlakkanlegan seðlabankastjórann haldandi á nýjum tíuþúsunkalli en bankastjórinn minnti á fyrirliða fótboltafélags sem hampaði bikarnum. Þessi seðill er fyrst og fremst minnismerki um óðaverðbólgu og óstjórn í efnahagsmálum á Íslandi og því finnst mér óskiljanlegt að mynd af Jónasi Hallgrímssyni sé á þessum seðli, hefði ekki verið eðlilegra að hafa mynd af einthverjum sem tengist stjórn efnahagsmála á Íslandi undanfarna áratugi. Kanski er þessi nýji seðill innlegg bankans inn í næstu kjarasamninga! Eitt er þó víst að þessi seðill mun gagnast þeim sem geyma þurfa illa fengið fé sem ekki þolir dagsins ljós.
Jóhannes T. Sigursveinsson