Fara í efni

Frá lesendum

UTANGARÐS-GEIR OG FERÐALANGUR Á VEGUM SKATT-BORGARANS

Ég á sannast sagna engin orð yfir ráðamönnum þjóðarinnar. Lánin mín æða upp á við með vísitölubundinni verðbólgu! Við þessar aðstæður mætir forsætisráðherrann, Geir með bleikt bindi í Stjórnarráðið og hikstar því upp við fjölmiðla að við eigum bara að vera glöð og halla okkur aftur á bak í áhorfendastúkunni.

KRÓNAN, BANKARNIR, PEARL HARBOUR, SAMFYLKINGIN OG...

Nú er svo komið sem ég af lítillæti mínu minni á að ég spáði fyrir jólin að myndi gerast eftir jólin. Að bankarnir væru að undirbúa árás á krónuna.  Nú er þessi Pearl Harbour bankanna hafin.

BJÓÐUM DALAI LAMA VELKOMINN

Ég var að enda við að senda tölvupóst með mótmæli til kínverska sendiráðsins og varð jafnframt undrandi yfir því hvað Kínverjar hafa kúgað þjóðina í Tíbet og drepið.

TRÚIR EKKI FRÉTTAFLUTNINGI FRÁ TÍBET

Mér finnst hann nú skelfing hæpinn, boðskapurinn um góðu andófsmennina í Tíbet og vondu kommana í Kína. Ég man ekki betur en að "uppreisn" Tíbeta hafi á sínum tíma komið upp vegna áforma stjórnvalda í Kína að taka nokkurt landssvæði af tíbeska aðlinum og afhenda fátækum bændum og leiguliðum.

BEÐIÐ EFTIR HEITASTA PARINU

Ég sé að verið er að teppaleggja fyrir einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu í boði ríkisstjórnarinnar.  Allir sem eru á móti eru reknir.

VG EINN FLOKKA UM VELFERÐINA

Ég hlustaði á ykkur Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar, í Endurvinnslunni, útvarpsþætti Ævars Arnar Jósepssonar, í dag.

UM VAFASAMA EINKAVÆÐINGU OG HAGSMUNI ÍSLANDS

Sæll Ögmundur.... Í morgun var hringt í mig að utan og mér sagt að upp hafi komist um hroðalegt glæpamál í Las Vegas í Nevada, Bandaríkjunum.. Svo er mál með vexti, að einkafyrirtæki þar, sem hefur það verkefni með höndum að bólusetja fólk og taka blóðprufur úr því, var staðið að því að nota sömu nálarnar aftur og aftur, í stað þess að nota ætíð nýjar innpakkaðar sótthreinar nálar eins og lög segja til um.  Eins og gengur og gerist í þessum einkavæðingar- villimannaheimi einkagræðginnar, þá ver umrætt fyrirtæki lægstbjóðandi í verkið en ætlaði að ná inn gróða með því að spara hér og þar á kostnað "sjúklinganna" eða fórnarlambanna.

HVERS VEGNA FÓRU FORSETINN OG ÞOTULIÐIÐ EKKI TIL TÍBET?

Mikið þótt mér gott þegar Björk okkar tók undir með baráttufólkifnu sem berst fyrir sjálfstæði Tíbet.s - og geldur nú umvörpum með lífi sínu. Óskandi að fleiri sýndu þann kjark og þá djörfung saem Björk gerir.

UM SKATTA-SNIÐGÖNGUMENN OG SAMNINGS-STÖÐU SKULDARA

Sæll félagi.. Ég hef tekið eftir hugmyndum ykkar í efnahagsmálum sem miða ma. að því eð styrkja stöðu Seðlabankans og draga fé út úr hagkerfinu með útgáfu skattfrjálsra skuldabréfa.

EFTIRLAUNA-FRUMVARPIÐ: HVER ER ALVARAN AÐ BAKI?

Sæll Ögmundur.. Þakka þér fyrir svarið. Ég er sammála. Það er um það bil að koma í ljós hvort þeim sem andæfa eftirlaunaósómanum er alvara eða hvort til standi að sviðsetja eitthvað til málamynda.. Ég tel að það hljóti að vera meirihluti fyrir því í allsherjarnefnd að taka frumvarp Valgerðar fyrir og afgreiða.