Fara í efni

OG SVO FLJÚGA ÞAU HEIM Í DÝRABÆ!

Í bók sinni 1984 lýsti George Orwell þjóðfélagi "Stóra bróður", leiðtogans mikla, sem var í raun mikill kúgari. Eitt af kúgunartækjunum var að spilla tungunni. Hann lét búa til nýtt tungumál sem kallaðist Nýmál (Newspeak). Fræg er tilvitnunin, þar sem verið er að lýsa breytingum sem Stóri Bróðir hefur látið gera á tungumálinu. Hann gefur út þá yfirlýsingu að héðan af skuli merking orða vera sem hér segir:

"Stríð er Friður"
"Frelsi er Þrældómur"
"Þekkingarleysi er Kraftur"

Á ensku hljómar tilvitnunin í bók Orwells svona:
War is Peace
Freedom is Slavery
Ignorance is Strength

En er það ekki merkileg tilviljun að akkúrat nú skuli nefnd á vegum forsætisráðherra hafa komist að þeirri niðurstöðu að Einkunnarorð Íslands eigi að vera:
Kraftur, Frelsi, Friður.

Síðan fljúga allir heim í Dýrabæ á einkaþotu.

Hreinn Kárason