Sæll Ögmundur. Formaður allsherjarnefndar segir í 24-stundum, að óski nefndarmenn ekki eftir því að eftirlaunafrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur verði tekið fyrir, þá muni það daga uppi.
Var að lesa ræðu þína af lífeyrismálþingi BSRB. Algerlega sammála áherslum þínum. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu skilið til fulls félagslega ábyrgð sína hefðu þeir aldrei látið það gerast að bruðlað væri eins með peningana okkar og gert hefur verið.
Hvernig skýrir þú fylgi ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt skoðanakönnunum er það meira en í síðustu kosningum? Það er með ólíkindum hve mikið fylgi stjórnarflokkanna er samkvæmt könnunum sem birst hafa að undanförnu.
Ég hlustaði á Silfur Egils í dag. Álver, álver, álver, mér sýnist þetta vera það eina sem Sjálfstæðisflokki dettur í hug, sem svar við samdrætti í efnahagslífinu.