Fara í efni

Útlit fyrir batnandi menntun og lækkandi komugjöld fram til ársins 2010

Sæll Ögmundur. Embættismenn koma alltaf á óvart. Nú hafa undirmenn Geirs H. Haarde sent frá sér vorskýrslu um efnhagsmálin til 2010.

Verður Stjórnarráðið flutt til Borgarness eða í félagsvísindadeild?

Það er merkilegt hvað forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar gerist glöggsýn þegar hún ríður um Borgarfjarðarhérað.

Írak úr ýmsum áttum

Ríkisstjórn Íslands hefur lýst því yfir að hún vilji kosta nýja gervilimi á lítinn dreng sem var limlestur í árásunum á Írak.

Samfylkingarprófessorarnir í HÍ og RÚV

Blessaður Ögmundur. Loksins, loksins var á þetta bent!!!! Ég þakka þér fyrir greinina á vefsíðunni um hina pólitísku prófessora sem kallaðir eru í fjölmiðla alltaf fyrir kosningar undir því yfirskini að þeir séu að varpa fræðilegu ljósi á kosningabaráttuna.

Pólitískir prófessorar

Mig langar til að koma tillögu á framfæri við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands: Nemandi í framhaldsnámi fái sem rannsóknarverkefni fyrir doktorspróf að kortleggja samspilið á milli kosningabaráttu Samfylkingarinnar og yfirlýsinga kennara við félagsvísindadeildina.

...þá tek ég flugið og fæ mér reyk...

Sæll Ögmundur. Sýrland er þeim ofarlega í huga núna og ósjálfrátt læt ég hugann reika tæp þrjátíu ár aftur í tímann og þá er svo merkilegt að þessi textalína úr Bláum skugga kemur ósjálfrátt í hugann og ég spyr mig: Ætli þeir séu ekki á einhverju mennirnir? Eða: Eru þeir ekki örugglega á lyfjagrasi sem horfa gagnrýnislaust á ruglið sem er í gangi? Er hér aftur vitnað í Sumar á Sýrlandi.

Hvers vegna Fjórða heimsstyrjöldin?

Hvernig stendur á því að öfgafyllstu stríðsæsingamennirnir í kringum Bush Bandaríkjaforseta tala um að Fjórða heimsstyrjöldin sé hafin? Skýringin er sú að fyrst hafi orðið tvær heitar styrjaldir og síðan sé Kalda stríðið þriðja heimsstyrjöldin.

DV tekur afstöðu

Hans Blix yfirmaður kjarnorkueftirlits Sameinuðu þjóðanna í Írak hefur lýst því yfir að Bandaríkjastjórn hafi blekkt eftirlitsmennina og að ætla megi að árásin á Írak hafi verið löngu ákveðin.

Allir geti smíðað sér gæfu

Viðtal í VG Umbúðalaust, kosningablaði VG í Reykjavík Hver er sinnar gæfu smiður, ekki satt? Mér var innrætt í æsku að lífið byrjaði ekki á morgun heldur væri það byrjað og að allt skipti máli og okkur bæri að nýta tímann vel.

Menningarverðmæti þurrkuð út

Er kominn tími til að breyta um heiti á þessum pistlum? Munið þið fá Sýrlandspistla í nánustu framtíð? Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir hafa bæði Rumsfeld og Bush beint athyglinni að Sýrlandi.