Fara í efni

Mordechai Vanunu

Sá dagur verður að koma að vopnaeign Ísraela og sú ógn sem af Ísraelsríki stafar komist í umræðuna.  Þeir sem fylgja blint stefnu núverandi valdhafa heimsins verða líka að svara fyrir tvískinnungshátt herra sinna.

Kveðja frá frjálshyggjumanni

Sæll Ögmundur, Ég vildi einungis óska þér alls hins besta í komandi kosningum. Sjálfur er ég eindreginn frjálshyggjumaður - en ég ber virðingu fyrir þér og öðrum sem ekki eru umbúðinar einar eins og Samfylkingin.

Ísland ehf.

Veruleiki okkar er að miklu leyti ákvarðaður af fólki sem á eða hefur völd yfir miklu fé.  Þrátt fyrir að lýðræðislegar stofnanir eins og Alþingi og sveitarstjórnir hafa sjálfar mikið vald eru margar mikilvægustu ákvarðanir sem snerta almenning teknar á lokuðum fundum, handan afskipta þess.  Nú er til að mynda orðið ljóst að Búnaðarbankinn og Kaupþing hafa ákveðið að sameinast svo úr verður einhver mesta samþjöppun valds og fjármuna í íslenskri sögu.  Þessa ákvörðun tóku menn sem munu græða mikið á þessum samruna og ljóst er að ef samkeppni hefur í raun ríkt á fjármálamarkaðnum getur þessi nýi risi nú drottnað í lánaviðskiptum á Íslandi.  Hópur innan Kaupþings og Búnaðarbankans hefur þegar sýnt tilburði í þá átt að vilja eigna sér sparisjóðina.  Til að nefna annað mál sem skiptir alla Íslendinga máli en aðeins fáir ráða er vert að minna á þátt Burðaráss ehf.

Lýðræðið er í húfi

Grunntónninn í grein  Jóns K. Stefánssonar, sem birtist á heimasíðunni í dag, en hann hefur áður skrifað í nafni frjálsra penna hér á síðunni, er að minna á að baráttan í þjóðfélaginu er á milli fjármagnsaflanna annars vegar og lýðræðis og hagsmuna almennings hins vegar.

Þjóðaratkvæðagreiðslu um herinn

Kæri Ögmundur! Nú þegar bandarísk stjórnvöld hafa að mestu kastað lýðræðisgrímunni - a.m.k. hvað alþjóðasamfélagið snertir - og bandaríski herinn fremur níðingsverk í fjarlægum löndum er ekki kominn tími til að hefja baráttuna gegn veru þessa sama hers hér á landi aftur hærra í umræðuna? Hamra skal járn meðan heitt er.

Staða Íslands eftir 10-20 ár

Daginn. Langar að spyrja þig. Hvernig sérðu fyrir þér stöðu Íslands í heimsmálum eftir 10-20 ár? Ég er þá að meina t.d.

Svar prófessors

Í fyrradag fjallaði fréttastofa Sjónvarpsins (RÚV) um grein mína hér á síðunni, Pólitískir prófessorar, frá 17.

Þegar hugsað er í árþúsundum

Sem betur fer er fjöldi erlendra fréttamanna í Írak sem færa okkur fréttir af framferði innrásarherjanna.  Auðvitað er alvarlegast hvernig fólk hefur verið myrt, raforkuverin eyðilögð, vatnsbólin að sama skapi, landið stráð sprengjum sem bíða þess að fætur stigi á þær til að valda limlestingu og eyðileggingu, krabbameinsvaldandi efnum dreift um stór svæði með sprengiregni, sem á eftir að drepa og afskræma um langt árabil.

Vefurinn oft áhugaverðari en fjölmiðlar

það er margt áhugavert á vefnum og  margt óáhugavert í helstu fjölmiðlum.  Mig langar tilað vekja athygli á vefslóð frá fyrrum hermönnum Bandaríkjahers og hefur fjöldi annarra hermanna skrifað undir plaggið (sjá til vinstri á vefslóðinni sem ég sendi með þessu bréfkorni).

Fiskifræðingurinn

Forsætisráðherra er sitthvað til lista lagt. Hann stundar pólitík, skrifar sögur og nú er hann kominn á kaf í fiskifræði.