Fara í efni

Er þetta Ólína Þorvarðardóttir?

Ég sé ekki betur en síðan þín sé að verða ein sú alfjörugusta. Ég vil þakka þér fyrir þínar greinar en einnig finnst mér mjög góðar greinar sem birtast á síðunni undir Frjálsum pennum og fjölmiðlagagnrýni  og sum lesendabréfin eru mjög góð og greinilega góðir pennar þar á ferð þótt ekki séu þeir allir auðkennanlegir.

Fríhöfn í þágu þjóðar

Birtist í Mbl. 28.04.2003Keflavíkurflugvöllur er stærsta hliðið að landi okkar. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að þessi mikilvægi hluti af samgöngukerfi þjóðarinnar verði í almannaeign og lúti almannastjórn.

Steinar í götu sjúkra

Kæru vinir. Skrifa nokkrar línur frá Ramallah á síðasta degi þessarar ferðar. Aðstæður eru mjög erfiðar og ómögulegt að komast á alla þá staði sem maður ætlar sér vegna ótrúlegrar uppfinningasemi hernámsliðsins  í að hindra fólk í að komast leiðar sinnar.

Frelsarar verða drottnarar

Nýjasta nýtt frá Írak er að frelsurunum sem sögðust vera að frelsa kúgaða Íraka og boða þeim lýðræði og mundu síðan hverfa til síns heima hefur nú snúist hugur - þó marga kunnuga hafi alltaf grunað að ætlanir innrásaraðilana hafi aldrei verið jafn göfugar og þeir reyndu að ljúga til um.

Hvað tekur við í Írak?

Er hægt að koma á lýðræði í Írak? Og hverskonar leiðtoga kæmu Írakar til með að treysta og velja til forystu? Það hefur borið á því að róttækir sjíítar séu að ná yfirhöndinni í suðurhluta landsins.

Svikin vara – Verkefni fyrir Neytendasamtökin?

Um helgina hafa verið umræðuþættir í Sjónvarpinu (RÚV) þar sem frambjóðendur allra flokka sem bjóða fram á landsvísu hafa sest á rökstóla.

Nýlenduherrar koma sér fyrir

Breska blaðið Times skýrir frá því að  að fyrrum framkvænmdastjóri Shell olíveldisins muni hafa yfirumsjón með olíuiðnaði Íraka.

Er fyrirheitna landið fundið í einkavæddum ríkisbönkum?

Birtist í Fréttablaðinu 26.04.2003Aðeins einn flokkur á Alþingi var fylgjandi því að þjóðin starfrækti ríkisbanka.

Spurt um kosningaáherslur

Er mikið að pæla í að kjósa ykkur, en ég hef svolítið verið að pæla í þessari fyrningarleið og hef mínar efasemdir um hana að því leyti að þetta verði of mikið ríkis- og sveitarfélagabatterí og hvort að kunningja- og hagsmunatengsl eigi ekki eftir að ráða miklu líka ef sú leið verður farin.

Framhaldsskólar á markað

Sæll. Hvað finnst þér um þessa frétt? http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1028023 Kveðja, Sigurður Ekki er þetta löng fyrirspurn eða öllu heldur ábending frá þér Sigurður, en þeim mun umhugsunarverðari.