Kosningabarátta Framsóknarflokksins var að mínu mati mjög vel lukkuð að öllu leyti nema einu eins og ég varð áþreifanlega var við þegar ég var kominn upp í rúm eftir spennandi kosninganótt.
Ég held að flestum beri saman um að kosningaumræðan í ljósvakafjölmiðlunum sé komin í öngstræti. Efstu menn á listum í hverju kjördæmi eru boðaðir í færibandaþætti og garnirnar eru raktar úr formönnum flokkanna í fjölda spjallþátta.
Miklar deilur hafa að nýju blossað upp í Verkamannaflokknum í Bretlandi út af því sem velferðarsinnarnir í flokknum kalla "ástarsamband Nýja Verkamannaflokksins við einkageirann".
Sæll, Til hamingju með að komast inn fyrir Reykjavíkurkjördæmi Suður. Ég vonast til að þú beitir þér af heilum hug við að koma sjónarmiðum "okkar" vinstri grænna til skila bæði á Alþingi og annarstaðar þar sem pólitísk umræða á sér stað.
Sæll Ögmundur og til lukku með þann árangur sem VG náðu. Mig langaði að spyrja út í þetta með auglýsingar sem hluta af kosningabaráttu, sem þið hafið gagnrýnt réttlætanlega að mínu mati.
Hvernig stendur á því að ráðherrar fengu launahækkun sem samsvarar mínum launum með yfirvinnu? Hverjir eru í kjaradómi og af hverju ákveða þingmenn ekki sín laun sjálfir? Halda þeir að þeir geti falið sig á bakvið einhverja nefnd og þurfa því ekki að svara fyrir þessar hækkanir? Kveðja Andrés Kristjánsson Sæll Andrés og þakka þér fyrir bréfið.