Fara í efni

Markús, Bjarni, Þorsteinn og beinar auglýsingar

Sæll Ögmundur.Þeir voru að sýna langa auglýsingamynd í dagskrárefnislíki Markús Örn og Bjarni Guðmundsson. Í dagskrárkynningu hét hún Á ferð og flugi um Suður-Afríku.

Hver bauð þessum mönnum?

Hver í ósköpunum hefur óskað eftir því að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kæmu hingað til lands til að gefa okkur einkunn í stjórn efnahagsmála? Hver þekkir ekki einkunnagjöf Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Sennilega hefur ekkert ríki farið eins rækilega að vilja þessara stofnana og Argentína, þar var allt einkavætt sem hægt var að einkavæða og ráðleggingum "sérfræðinganna" frá stofnunum tveimur fylgt í þaula.

Popptíví kannar öryggisvörslu á Bessastöðum

Birtist í DV 28.05.2003Fyrirsögnin hér að ofan vísar í fyrirsögn á fréttafrásögn í DV sl. laugardag. Þar segir frá tveimur ungum mönnum sem vildu kanna hvernig öryggisvörslu væri háttað á Bessastöðum, hversu nálægt þeir kæmust æðstu ráðamönnum þjóðarinnar.

Þörf á naflaskoðun?

Í Bandaríkjunum er nú vaxandi gagnrýni á framgöngu bandarískra stjórnvalda í Íraksmálinu. Ítrekað hafa komið upp tilvik þar sem Bush og nánustu samstarfsmenn hans hafa reynst ósannindamenn.

Ofbeldið í Palestínu og vinabæjarhugmyndin

Stöðugt berast fréttir af ofbeldisverkum í Palestínu. Augljóst er að ísraelsk stjórnvöld vinna að því leynt og ljóst að brjóta Palestínumenn niður andlega, gera þeim ólíft í landinu, væntanlega í þeirri von að á endanum hrekist þeir á brott þaðan.

Breyttar áherslur á Alþingi

Birtist í Fréttablaðinu 24.05.2003Nýafstaðnar alþingiskosningar geta varla talist mjög sögulegar að öðru leyti en því að það var að vissu leyti afrek fyrir ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að halda velli þegar litið er til slóðans sem hún skilur eftir sig á átta ára valdaferli.

Hrókeringar í Stjórnarráði og næsti bær við herinn?

Nafn Árna Magnússonar kom óvænt upp sem nýr félagsmálaráðherra landsins. Hann er óskrifað blað í pólitík að öðru leyti en því að hann er náttúrlega framsóknarmaður fram í fingurgóma.

Vonandi eins og dauð rolla

Einu sinni var sagt um breskan stjónmálamann að hann væri álíka spennandi og dauð rolla. Þessi samlíking kom upp í hugann þegar sagt var frá þeim „stórfenglegu tíðndum“ að ríkisstjórnin sæti sennilega óbreytt áfram, að því undanskildu að Davíð Oddsson hætti sem forsætisráðherra undir lok næsta árs.

Það var kosið um heilbrigðismál

Birtist í Mbl. 19.05.2003Ríkisstjórnarflokkarnir koma laskaðir út úr nýafstöðnum alþingiskosningum. Reyndar ekki eins illa og margir höfðu spáð, en báðir stjórnarflokkarnir tapa þó fylgi.

Verslunarráð Íslands bregst aldrei

Vinur minn einn sagði í gærkvöldi eftir að þulir úttvarpsstöðvanna höfðu tíundað boðskap Verslunarráðs Íslands um einkavæðingu almannaþjónustunnar, að gamla góða VÍ brygðist aldrei hvernig sem á málin væri litið.