Fara í efni

Þakklátur talsmaður ríkisstjórnar

Halldór Ásgrímsson er þakklátur maður. Hann hefur nú, væntanlega fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, fært  ítölsku verktökunum Impregilo sérstakar þakkir enda er hann þeirrar skoðunar “að það sé mikilvægt að hið jákvæða komi fram…” Þetta segir utanríkisráðherra Íslands á sama tíma og Impregilo er sakað um að brjóta íslenska kjarasamninga og sýna verkamönnum við Kárahnjúka svívirðilega framkomu.

Veit Alþýðusamband Íslands hvert förinni er heitið?

Birtist í Morgunblaðinu 05.0.9.2003Alþýðusambandið hefur sett fram kröfu um bætt lífeyrisréttindi félagsmanna sinna.

Til hvers fjárfesta menn í sjónvarpsstöð?

Birtist í Fréttablaðinu 03.09.2003Um daginn birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni Stórfiskar án starfa og mynd af sex valinkunnum fréttamönnum.

Ólafur í skýjunum

Nýverið þáði forseti Íslands boð um að ferðast í einkaþotu frá Rússlandi til Englands til að horfa á fótboltaleik með milljarðamæringnum Roman Abramovits, landstjóra í Chukotska í Rússlandi og eiganda fótboltaklúbbsins Chelsea.

Miklu betra en í Krossinum!!

Ævinlega blessaður Ögmundur minn.Þú gefur í skyn að það sé eitthvað sambærilegt að vera í Krossinum og Sjálfstæðisflokknum.

Hvernig má tryggja sjálfstæði fjölmiðla?

Talsverð umræða hefur orðið í kjölfar uppsagna á Stöð tvo. Slæmt er að sjá á eftir mörgu góðu fólki þaðan úr starfi – alla vega í bili.

Til varnar tjáningarfrelsi

Birtist í DV 28.08.2003Stöð tvö er fyrirtæki sem lýtur stjórn eigenda sinna. Samkvæmt því er þeim í sjálfsvald sett hver er ráðinn og hver er rekinn.

Góðæri

Birtist í Morgunblaðinu 25.08.2003Þessa dagana er hagnaður bankanna til umræðu í fjölmiðlum. Fram eru reiddar samanburðartölur þar sem annars vegar er sýndur hagnaður eftir skatta á fyrri hluta árs 2002 og hinsvegar samsvarandi tölur fyrstu 6 mán.

Rafmagnsleysi í Bandaríkjunum

Ég hef fylgst með vandræðagangi Banaríkjamanna vegna rafmagnsleysis þar vestra. Augljóst er að þar er verið að reka kerfi á fullum afköstum og gott betur.

Áfram Kristmennn Krossmenn

Sæll Ögmundur Ég var að lesa pistilinn þinn frá 22/8, Einsog í Krossinum, um krossmenn samtímans. Við lesturinn varð ég svo innblásinn að ég lagfærði aðeins einn gamlan sálm svo hann hæfði betur stað og stund.