Fara í efni

Varnaðarorð!

Það vita allir að Samfylkinguna langar óumræðilega til að verða stór flokkur. Ekki höfðu menn þó almennt hugarflug til að ímynda sér að öllu væri fórnandi til þess! Til að ná til kjósenda á hægri vængnum í stjórnmálum er flokkurinn farinn að tala fyrir málstað Verslunarráðs Íslands og vill markaðvsvæða heilbriðgðisþjónustuna. Ólína rifjar upp, í mjög athyglisverðu bréfi í dag, tilraunir ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks snemma á tíunda áratugnum að greiða götu markaðshugsunar í heilbrigðisþjúnustunni. Ég ráðlegg öllum, ekki síst Samfylkingarfólki að lesa pistil Ólínu. Hún segir m.a.: "Það hefur komið fram í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda að áhrif aðgerða af því tagi sem gripið var til fyrir áratug kom venjulega fram á 8 til 12 árum. Þær koma þannig fram að þeir sem standa höllum fæti fjárhagslega draga bæði úr læknisheimsóknum sínum og lyfjaneyslu. Þetta hefur gerst utan Íslands og þetta hefur líka gerst á Íslandi þótt forysta Samfylkingarinnar hafi ekki kynnt sér þær rannsóknaniðurstöður."
sjá nánar: https://www.ogmundur.is/is/greinar/nypolerud-fataekleg-hugsun