22.05.2006
Þorleifur Gunnlaugsson
Í sumar leið skrifaði ég blaðagrein sem eins konar andsvar við grein eftir ágætan Samfylkingarmann sem vildi gera því skóna að VG myndi leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í Reykjavík. Þetta kom upp í huga minn í morgun þegar ég fletti Morgunblaðinu og las grein eftir Össur Skarphéðinsson þar sem dylgjað er um meint daður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við Sjálfstæðisflokkinn.