05.11.2008
Ögmundur Jónasson
Hún er sorglega mögur sú framtíðarsýn sem Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins dregur upp í grein í Mbl í dag. . Ef þetta er það besta sem Sjálfstæðisflokkurinn getur boðið - þá hefur bæst við enn ein ástæða fyrir flokkinn til þess að víkja. . Þessi grein ber þess augljós merki að Sigurður Kári og félagar hans hafa ekkert lært af þeirri kreppu sem flokkur þeirra hefur komið okkur í.. Sigurður telur að fyrir liggi að þjóðin þurfi að bera þyngri "byrðar" en áður.