Fara í efni

ÓLÍNA OG SNIÐGANGA BÓNUS OG BANKA

Ég vil senda spurningu til Ólínu. Hvernig í ósköpunum eigum við almenningur að geta hætt að versla hjá Bónus þegar aðrar verslanir eru með svo hátt matvöruverð að við getum keypt mjólk og brauð og smjör og búið??? Hver ætlar að gera okkur það kleift að hætta að versla við Bónus???? Það er búið að hækka stýrivextina í 18% og við höfum nóg með að borga af yfirdrætti og ekki hægt að eyða peningum heimilanna í bruðl.
Eins vil ég senda fyrirspurn til Ögmundar. Hvernig ætlið þið að bregðast við þeirri staðreynd að þessir háu vextir yfirdáttarlána eru að sliga öryrkja sem eru sumir með 113 þúsund á mánuði og geta ekki leitað í aðra sjóði, nema fara á sveitina. Þú veist það sjálfur eins og allir aðrir að það er til of mikils ætlast að þurfa að gera það. Ég veit að þú lætur í þér heyra og láttu Geir H. heyra það áfram. Okkur Íslendingum leiðist þetta karp að fátt sé gert og að Geir H. skuli ennþá vera við stjórn þjóðarskútunnar.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Heil og sæl.
Varðandi spurninguna sem beint er til mín þá vil ég margþættar aðgerðir: Lækkun vaxta á íbúðalánakerfinu með handafli, hækkun örorkubóta og hækkun tekjutengdra skattleysismarka fyrir öryrkja og aldraða, burt með kostnað úr heilbrigðiskerfinu en þetta vil ég síðan  m.a. fjármagna með hátekjuskatti og lækkun á hernaðarútgjöldum Ingibjargar Sólrúnar.
Kv. Ögmundur