Hafi einhver ekki áttað sig á því að nú er tími breytinga runninn upp skal það vera nú. Það er ekki nóg að boða til kosninga og það er ekki nóg að skipta út fólki.
Sæll Ögmundur.... Geir Hilmar Haarde forsætisráðherra hefur sýnt furðulega lítinn skilning á ástandi þjóðfélagi vors í dag, sem lýsir sér með hinum ótrúlegustu og annarlegustu yfirlýsingum.
Takk fyrir að heyra og sjá hvað er að gerast í landinu, það þarf að virkja restina af flokknum til hins sama ef þið eigið ekki að glata trúverðugleikanum.
Gleðilegt árið Ögmundur. Takk fyrir að vera þú og passaðu þig á myrkrinu eins og Jónas segir. Listamenn eiga ekki að þvælast fyrir alvöru fólki á alvörutímum sem þessum.
Það er heldur dapurlegt að lesa ummæli forsætisráðherra um hvernig komið sé fyrir þjóðinni á hans vakt og sérmenntaður hagfræðingur í þokkabót og ekkert minntist hann á að hann væri á förum úr ríkisstjórn.
Í dag - sunnudag - klukkan 15 gangast fjölmörg félagasamtök, stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök fyrir mótmælafundi í Háskólabíói undir kjörorðinu: ÞJÓÐARSAMSTAÐA GEGN FJÖLDMORÐUNUM Á GAZA.